reykir3

Góðar fréttir úr Reykjaskóla

reykir3
Eins og fram hefur komið hér á síðunni dveljast sjöundubekkingar í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði frá mánudegi fram á föstudag. Eftrifarandi fréttaskeyti barst frá kennurunum þeirra í gær:
Hér úr Reykjaskóla er allt gott að frétta.
Nemendur hafa verið frábærir og eru á fullu allan daginn í hópavinnu og skemmta sér mjög vel. Krakkarnir eru að kynnast nýjum vinum úr Austurbæjarskóla og ná hóparnir vel saman. Þau hafa fengið hrós frá starfsmönnum Reykjaskóla fyrir góða hegðun og mikla jákvæðni. Það kom í ljós að það var búið að fjarlægja tíkallasímann svo nemendur hafa ekki getað hringt heim sjálfir en hafa aðgang að síma á skrifstofu kennara ef þau vilja. Þau hafa hins vegar ekkert viljað hringja heim! 🙂 Þau virðast glöð með veru sína hér. Maturinn hér í skólanum hefur verið mjög góður og hafa nemendur tekið vel til matar síns. Þá eru þau sérstaklega ánægð með kvöldkaffið (mjólk, kex, muffins og kleinuhringir!)

Veðrið hefur verið mjög gott, pínu kalt en sól á lofti og fallegt veður. Næturnar ganga mjög vel. Að sjálfsögðu er aðeins vakað fram á kvöld…. en sofa eins og steinar ÞEGAR þau lognast út af :). Umgengni hefur verið góð á vistinni, búið um rúm alla morgna og skóm raðað nánast alltaf upp í hillur. Allir eru frískir og kátir. Einstaka hnútur í maga sem hefur liðið hjá eftir gott spjall. Yndislegir krakkar.    Björgvin og Hrafnhildur.      Myndir.

Birt í flokknum Fréttir.