Hættu áður en þú byrjar

Í samvinnu við lögregluna og fleiri aðila höfum við verið að fræða nemendur um skaðsemi fíkniefna. Þetta hefur verið gert undir yfirskriftinni "hættu áður en þú byrjar". Nemendur í 8. – 10. bekk fá tveggja tíma ítarlega fræðslu. Mikilvægur hluti af þessu verkefni er fræðsla til foreldra og á föstudaginn, 20. mars, eru foreldrar allra nemenda í 8. – 10. bekk boðaðir til fundar kl. 8:10 – 9:30.

Við leggjum mikla áherslu á að allir mæti, því til þess að fræðslan nái tilgangi sínum verða foreldrar að taka þátt.

tonlistalla.jpg

Tónlist fyrir alla

tonlistalla.jpgVið fengum góða gesti í heimsókn í vikunni því tónlistarfólk kom og spilaði fyrir krakkana undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla". Kynnt var fyrir þeim gömul sönglög og að sama skapi gömul hljóðfæri eins og gígja og dragspil. Þetta var afar fróðlegt og hin besta skemmtun og sýndu krakkarnir þessu mikinn áhuga.

Sveit Salaskóla í 3. sæti

A-sveit Salaskóla lenti í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita 2009. Mótið fór fram í Rimaskóla nú um helgina. Keppnin var hörð og jöfn og lokastaðan varð sú að sveit Rimaskóla sigraði nokkuð örugglega með 9 vinningum, Barnaskóli Vestmannaeyja fékk 6,5 vinninga og var í 2. sæti og A-sveit Salaskóla fékk 5,5 vinninga og 3. sætið. Glæsilegur árangur. Nánari tölur er að finna á http://skaksamband.is/?c=webpage&id=350

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Salaskóla verður  fimmtudaginn 12. mars kl 20:00 í hátíðarsal Salaskóla.
Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kosning í skólaráð
  3. Önnur mál

Óskum eftir fólki bæði í stjórn foreldrafélags og skólaráð.

Áhugasamir mættu gjarnan hafa samband við foreldrafélagið og láta vita af sér, eins eru allar tillögur varðandi félagið og starfsemi þess vel þegnar.

Fyrir hönd stjórnar

Birgir Bjarnfinnsson
birgirb@sense.is

gaettuad.jpg

Örugg netnotkun

gaettuad.jpgÍ dag og á morgun, þriðjudag, eru kynningar fyrir nemendur í 5. – 10. bekk um örugga netnotkun. Þetta er liður í vakningarverkefni sem foreldrasamtökin Heimili og skóli standa fyrir í skólum. Foreldrar voru á fundi snemma í morgun þar sem farið var yfir ýmsa þætti þessa máls og þótti mönnum margt áhugavert koma fram.

Foreldrum er bent á vefsíðuna www.saft.is þar sem hægt er að sækja góðar ábendingar t.d. eins og Netorðin fimm.
Sjá einnig frétt hér að neðan í tengslum við fundarboð á ofangreindan fund foreldra.

Innritun nýrra nemenda 9. og 10. mars

Mánudaginn 9. og þriðjudaginn 10. mars verður innritun nýrra nemenda í Salaskóla fyrir næsta skólaár. Þá eiga væntanlegir 1. bekkingar að koma ásamt foreldrum sínum og skrá sig í skólann. Einnig er æskilegt að innrita önnur börn sem eiga að sækja Salaskóla skólaárið 2009-2010 innriti sig þessa daga.

Innritun stendur yfir frá kl. 8:30 – 15:00 báða dagana. Boðið er upp á skoðunarferð um skólann og svolitla kynningu á starfinu kl. 9:00 báða dagana.