slandsmeistarar_006small.jpg

Skáksveit Salaskóla Íslandsmeistari

slandsmeistarar_006small.jpgSkáksveit Salaskóla gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari grunnskólasveita um helgina.

Liðið skipuðu þau Patrekur Maron, Jóhanna, Páll og Eiríkur Örn. Mótið var haldið hér í skólanum og sendi skólinn 8 lið til keppninnar. Lesið meira um Íslandsmeistarana og aðrar sveitir Salaskóla á http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/864852/. Við óskum skákmönnunum okkar, yngri sem eldri, innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

hrossagaukur.jpg

Gleðilegt sumar

hrossagaukur.jpgNemendum og foreldrum eru færðar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir gott samstarf á skólaárinu sem senn er á enda. Megi sumarkoman verða ykkur öllum til blesssunar. Sumar og vetur frusu saman að þessu sinni og samkvæmt gamalli hjátrú er það góðs viti – er veður snertir.

Starfsfólk Salaskóla

muffins.jpg

Þemadagar

muffins.jpgÞemadagar voru í skólanum þessa vikuna sem senn er á enda, 20.-24. apríl. Þemu eru þess eðlis að reynt er að brjóta upp hefðbundna kennslu og leitast við að nálgast viðgangsefnin á annan hátt. Þemadagarnir hjá yngri nemendum fóru að miklu leyti fram utandyra s.s. með mælingum, útileikjum og náttúruskoðun. En þau eldri voru í óhefbundnum verkefnum svo sem bakstri, leiklist, hlutverkaleikjum og ýmsum verkefnum er tengdist fyrirtækjarekstri. Eitt af verkefnum þemadaga var að tína rusl og fegra í kringum skólann okkar.  Allir stóðu sig með mikilli prýði í sínum verkefnum.
  mlingar13.jpg

Könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla

Nú stendur yfir könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla. Könnunin er gerð á netinu og hafa foreldrar fengið línk inn á könnunina senda í tölvupósti. Könnunin er virk til sunnudagsins 26. apríl. Niðurstöður verða birtar fljótlega eftir að könnun lýkur.

Við hvetjum foreldra til að taka þátt og leggja þannig sitt af mörkum til að bæta skólastarfið.

tulips.jpg

Gleðilega páska

tulips.jpgStarfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegrar páskahátíðar. Skólastarf hefst aftur hjá nemendum miðvikudaginn 15. apríl en skipulagsdagur starfsfólks verður 14. apríl.

toppur_web.jpg

Frábær árangur í skólaskákmeistaramóti

toppur_web.jpgFimmtudaginn 2. apríl var Skólaskákmeistaramót Kópavogs 2009 haldið í Hjallaskóla. Keppendur voru 38 í yngri flokki og 8 í eldri flokki.

Tefldar voru 7 umferðir í eldri flokki, allir við alla 2x 15 mín á skák. Salaskóli var í algerum sérflokki þar því allir 5 keppendurnir sem við máttum senda lentu í 5 efstu sætunum eins og hér kemur fram:

1. Patrekur Maron Magnússon

2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

3. Páll Andrason

4.-5. Eiríkur Örn Brynjarsson

4.-5. Guðmundur Kristinn Lee

Patrekur og Jóhanna voru hér jöfn efst og að loknu einvígi þeirra á milli hafði Patrekur sigur. Patrekur Maron sitjandi Íslandsmeistari frá því í fyrra varð því Kópavogsmeistari 2009. Þau keppa síðan sem fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjanes þann 4. apríl 2009. Myndir

Nemendur Salaskóla stóðu sig einnig afar vel í yngri flokki. Tefldar voru 9 umferðir með Monrad kerfi, 2×12 mín á skák. Þannig röðuð þau sér:

1. Birkir Karl Sigurðsson

2. Arnar Snæland

4.-8. Sindri Sigurður Jónsson

9.-10. Eyþór Trausti Jóhannsson

9.-10. Hildur Berglind Jóhannsdóttir

Við óskum skákfólkinu okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.   

samsngur.jpg

Foreldrar í samsöng

samsngur.jpgMargir foreldrar auk einstaka ömmu og afa komu í heimsókn í skólann í morgun til þess að hlusta og taka þátt í samsöng barna sinna í 1.-4. bekk.

Samsöngur er vikulega á stundaskrá þessara bekkja en þá mæta bekkir ásamt umsjónarkennara sínum á sal skólans og tónmenntakennarar leiða stundina með söng og leik. Í dag var komið að því að sýna foreldrum hvað þau hefðu lært í vetur. Foreldrar létu ekki á sér standa og tóku mikinn þátt í söngnum.

Páskabingó foreldrafélagsins

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 2 apríl n.k.

Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00

Bingó fyrir 5-7 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 18:30

 

Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl. Bingóspjaldið kostar kr 250.-

ATH ! Páskabingó fyrir 8, 9 og 10 bekk verður miðvikudaginn 1. apríl. í samstarfi við félagsmiðstöðina og hefst það kl 20:00 í Fönix. Bingóspjaldið kostar kr 250.-

Hlökkum til að sjá ykkur. Foreldrafélagið