Bekkjarkeppni í skák var haldin í dag í salnum okkar í Salaskóla.
Myndir frá skákmótinu
Hver bekkur mátti senda eins mörg lið og áhugi var fyrir. Í hverju liði voru 3 keppendur auk varamanna. Um 100 krakkar tóku þátt í mótinu og kepptu af miklum krafti allan morguninn. Skoðið úrslit!
| Efstu 12 liðin | ||||||
| Lið | vinn | 1b | 2b | 3b | 1. varam. | |
| 1 | Himbrimar | 16 | Ómar | Arnþór | Guðjón | Halldór |
| 2 | Helsingjar 1 | 16 | Hildur | Kári | Garðar | |
| 3 | Hávellur | 14 | Jón Smári | Gísli | Breki | Davíð |
| 4 | Flórgoðar | 13 | Arnar | Helgi | Ari | Gerður |
| 5 | Ernir | 11,5 | Baldur | Eyþór | Sindri | |
| 6 | Helsingjar 2 | 11 | ||||
| 7 | Flórgoðar 2 | 11 | ||||
| 8 | Teistur | 11 | ||||
| 9 | Uglur 3 | 10,5 | ||||
| 10 | Lóur 1 | 10,5 | ||||
| 11 | Lóur 2 | 10 | ||||
| 12 | Fálkar 2 | 10 | ||||
| Alls kepptu 31 lið. Himbrimar og Helsingjar tefldu eina umferð í bráðabana til þess að skera úr um hvort liðið væri sterkara. Leika fóru svo að Himbrimar sigruðu 3 – 0 og eru þeir réttkrýndir bekkjameistarar árið 2010. | ||||||




Það er orðin hefð í skólanum að blása til körfuboltamóts í unglingadeildinni á aðventunni. Að þessu sinni var nemendum í Lindaskóla boðið að koma og taka þátt. Spilaðir voru margir fjörlegir leikir og fóru leikar þannig að bæði stelpu- og strákalið úr 9. bekk í Lindaskóla, voru efst að stigum og fengu verðlaunapeninga afhenta. 
Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á 
Nú í morgunsárið kom rithöfundurinn Gerður Kristný í heimsókn í skólann og hitti alla nemendur í 1. – 5. bekk. Gerður sagði frá barnæsku sinni, kynnti eldri bækur sínar eins og Mörtu Smörtu, Garðinn og Ballið á Bessastöðum og las síðan úr nýjustu bókinni Prinsessunni á Bessastöðum. Krakkarnir kunnu vel að meta frásögn Gerðar, hlustuðu af athygli og skemmtu sér hið besta. Það er afar kærkomið að fá góðar heimsóknir sem þessar, þær eru tilbreyting frá hversdagsleikanum og brjóta upp skammdegið. 
Aðventuganga foreldrafélagsins verður fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 17:30. Hist verður við Salaskóla og svo gengið þaðan. Öllum íbúum Salahverfis er boðið að taka þátt. Eftir göngu er boðið upp á smákökur og kakó í skólanum. Missið ekki af þessum skemmtilega og árlega viðburði.