ottarsbikarinn_007small.jpg

Fjörlegur körfubolti

ottarsbikarinn_007small.jpgÞað er orðin hefð í skólanum að blása til körfuboltamóts í unglingadeildinni á aðventunni. Að þessu sinni var nemendum í Lindaskóla boðið að koma og taka þátt. Spilaðir voru margir fjörlegir leikir og fóru leikar þannig að bæði stelpu- og strákalið úr 9. bekk í Lindaskóla, voru efst að stigum og fengu verðlaunapeninga afhenta.

Að þessu sinni var í fyrsta skipti spilað um svokallaðan Óttarsbikar sem er til minningar um Óttar Bjarkan, fyrrverandi húsvörð Salaskóla, sem lést í byrjun þessa árs. Strákar í 10. bekk Salaskóla fengu bikarinn afhentan í fyrsta skipti fyrir frækilega framgöngu í körfuboltanum í dag. Óttarsbikarinn mun ávallt verða varðveittur innan skólans og bikarinn fá þeir sem sýna sérlega góða frammistöðu í körfuboltanum

Birt í flokknum Fréttir.