hondihond

Hönd í hönd í kringum Salaskóla

hondihond

Um klukkan 11 þennan morguninn fórum við, nemendur og starfsfólk skólans, út og tókumst í hendur og mynduðum keðju í kringum skólann. Þetta átti að vera táknrænt og við gerðum þetta vegna þess að við erum á móti kynþáttamisrétti. Við ætlum þannig að standa saman um margbreytileika í okkar samfélagi. Það er álit okkar að ekki eigi að mismuna vegna útlits og uppruna. Við erum ólík og eigum að fá að njóta þess. Myndir.

 

Mynd: Reynir Jónasson

 

Sigurvegarar

Peðaskákmót í Salaskóla

SigurvegararFimmtudaginn 12.03.2015  var haldið sérstakt skákmót fyrir byrjendur í skák í Salaskóla. 

Alls mættu 49 krakkar til leiks en þau höfðu ekki öll nægilega þolinmæði til að klára. Þannig að ca. 40 krakkar komust alla leið í gegnum mótið. Veitt voru verðlaun fyrir duglegustu krakkana  gull silfur og brons.

Efst stúlkna varð Dóra Jensína Þorgilsdóttir úr 2. b. Steindeplum. Efstur drengja varð Kjartan Sigurjónsson úr  2. b. Maríuerlum. Nánari úrslit.

Veðrið versnar

Veðrið er að versna og hvasst við skólann. Við sendum litlu krakkana ekki gangandi heim úr dægradvölinni og höldum þeim inni þar til þau verða sótt. Biðjum foreldra samt að vera rólega í vinnunni og rjúka ekki af stað út í vonda veðrið:-)

Skipulagsdagur föstudaginn 13. mars

Næstkomandi föstudag, 13. mars, verður skipulagsdagur í Salaskóla. Daginn nota kennarar í að meta starfið undanfarna mánuði og leggja línurnar fyrir síðasta áfanga skólaársins. Þá verður einnig gengið frá umbótaáætlun vegna úttektar sem Menntamálaráðuneytið gerði á Salaskóla rétt fyrir jól. Það eru sem sagt ærin verkefni sem liggja fyrir sem ekki gefst tími til að vinna dagsdaglega. Dægradvölin er opin þennan dag. 

3. bekkur

Meistaramót 2015 í skák

3. bekkur

Meistaramót í skák 2015 fór fram í dag, föstudaginn 6. mars, þar sem allir árgangar skólans kepptu innbyrðis. Einnig var keppt  í ákveðnum aldursbilum þar sem þrír efstu fengu verðlaunastyttu og sá efsti hlaut auk þess bikar. Efstur að stigum og meistari meistaranna í Salaskóla 2015 varð síðan sjöttubekkingurinn Sindri Snær Kristófersson. Við óskum honum og öðrum góðum skákmönnum skólans innilega til hamingju. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar í 3. bekk.  Skoðið fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu. Nánari úrslit frá mótinu má skoða hér.