Það er mikið um að vera síðustu skóladagana í Salaskóla. Við notum útisvæðið mikið á þessum árstíma og góða veðrið undanfarnar vikur hefur komið sér vel. Í dag og á morgun eru 8. og 9. bekkur með Salaskólaleikana sína. Keppa í alls konar skemmtilegum hópleikjum. Á myndinni má sjá ofan á nokkra leiki.
Category Archives: Fréttir
Útskrift 10. bekkinga fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00
Útskrift 10.bekkinga í Salaskóla verður fimmtudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur og kennarar ávarpa og afhenda vitnisburð. Að útskrift lokinni er kaffisamsæti í boði foreldra og skólans.
Allir foreldrar koma með eitthvað á kaffiborðið og iðulega hafa þeir lagt sig fram við að baka eitthvað til að gera þetta sem glæsilegast. Ef einhver lendir í algjörri tímaþröng má náttúrulega redda sér með því að kaupa osta og kex t.d. út í búð. Útskriftarveislur þessar hafa verið með þeim glæsilegustu sem um getur hér í hverfinu og við viljum halda þeim sið.
Skákmeistarar Salaskóla 2019
Í morgun voru afhent verðlaun til þeirra sem bestum árangri náðu í skák í skólanum á þessu skólaári. Þeir voru þessir:
Skákmeistari Salaskóla 2019:
Gunnar Erik (6.árg.)
Skákmeistarar aldursstiga:
8.-10. árg.:
1. sæti: Sindri Snær (10.árg.) Skákmeistari 8.-10. árg.
2. sæti: Samúel Týr (8.árg.)
3. sæti: Axel Óli (10. árg.)
5.-7. árg:
1. sæti: Gunnar Erik (6. árg). Skákmeistari í 5.-7. árg.
2. sæti: Ottó Andrés (7.árg.)
3. sæti: Birnir Breki (7. árg.)
1.-4. árg:
1. sæti: Daníel (4.árg.). Skákmeistari 1.-4. árg.
2. sæti: Ólafur Fannar (4. árg.)
3. sæti: Dagur Andri (2.árg.)
Árgangameistarar:
10. árg.: Sindri Snær
9. árg.: Tryggvi
8. árg.: Samúel Týr
7. árg.: Ottó Andrés
6. árg.: Gunnar Erik
5. árg.: Katrín María
4. árg.: Daníel
3. árg.: Elín Lára
2. árg.: Dagur Andri
1. árg.: Aron Bjarki
Tveir nemendur Salaskóla á norrænni ráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl
Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga
Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 29. apríl og þriðjudaginn 30. apríl. Vorskólinn er fyrir nemendur sem byrja í 1. bekk í haust. Skólastundin hefst stundvíslega kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30.
Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.
Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.
Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta okkur vita á netfangið ritari@salaskoli.is eða í síma 441 3200.
Athugið að þessi heimsókn er ekki í tengslum við leikskólana. Foreldrar þurfa því að koma með og sækja börnin báða dagana.
2. apríl – dagur einhverfunnar
2. apríl 2019 er dagur einhverfunnar. Vekjum athygli á http://blarapril.is. Minnum á mynd okkar í Salaskóla, „Allir geta eitthvað – enginn getur allt“ sem nemendur í Salaskóla gerðu vegna dags einhverfunnar fyrir nokkrum árum. Myndina má finna hér.