Ljósmyndasýning nemenda

Nemendur í 8. og 9. bekk tóku þátt í ljósmyndasamkeppni á degi íslenskrar náttúru og úr varð svo heljarinnar ljósmyndasýning á göngum skólans. Nemendur fengu lista af þemum sem þau máttu velja og tóku myndir sem tengdust þeim.

Þrír voru valdir úr hverjum hóp  og fengu þau myndina sína útprentaða í stórum ramma. Auk þess voru nokkrar aðrar myndir valdar sem þóttu fallegar og voru þær settar í minni ramma.

Við í Salaskóla stefnum á að halda fleiri ljósmyndasýningar enda voru nemendur mjög stoltir að sjá myndirnar sínar upp á vegg í ramma. Þetta vakti einnig mikinn áhuga og athylgi frá öðrum nemendum og kennurum skólans.

Hér má sjá mynd frá sýningunni:

Hér má sjá þær myndir sem voru valdar:

Hið dýrmæta líf – Besta myndin, 9.bekkur

Haust – Besta myndbyggingin, 9.bekkur

Haust – Sú mynd sem lýsti þemanu ,, Haust “ best 9.bekkur

Fram í heiðanna ró – Besta myndin, 8. bekkur

Jörðin og vatnið – Sú mynd sem lýsti því þema best, 8.bekkur

Gult og grænt – Besta myndbyggingin, 8. bekkur

Birt í flokknum Fréttir.