jolafolk

Desemberdagar í Salaskóla

Við vitum að það getur verið íþyngjandi fyrir ykkur að muna eftir öllum þessu sérstöku dögum í desember í Salaskóla. Við höfum nú samræmt þá í 1. – 7. bekk til að einfalda lífið. Höfum í huga að þetta er gert til að gleðja blessuð börnin.

En þetta eru dagarnir sem þarf að muna:

  1. – 7. bekkur

3. desember – aðventuganga foreldrafélagsins kl. 17 – 19
4. desember – Jólasveinahúfudagur og / eða rauður dagur (koma með jólasveinahúfu eða í einhverju rauðu t.d. peysu, sokkum, bol, buxum, klút)
6. desember – sparinesti
12. desember – dótadagur / spiladagur
19. desember – stofujól, við bjóðum upp á kakó og krakkarnir koma með smákökur að heiman
20. desember – litlu jól og jólafrí að því loknu.

Hjá 8. – 10. bekk er þetta svona:

3. des – aðventuganga foreldrafélagsins
4. des – jólasveinahúfudagur og / eða rauður dagur, koma með jólasveinahúfu eða í einhverju rauðu
18. des – stofujól unglinga
19. des – körfuboltamót og jólaball um kvöldið

Birt í flokknum Fréttir.