tskrift_10._bekkjar_009.jpg

Útskrift í gær

tskrift_10._bekkjar_009.jpgÍ gærkvöldi, 4. júní, voru 10. bekkingar útskrifaðir í þriðja sinn frá skólanum. Mættu þeir prúðbúnir ásamt fjölskyldum sínum á sal skólans þar sem skólastjórinn, Hafsteinn Karlsson, talaði til þeirra í síðasta sinn. Hann þakkaði þeim samstarfið í gegnum tíðina, þeir höfðu sett mikinn svip á skólastarf í Salaskóla og kennarar og starfsfólk væri nú þegar farið að sakna þeirra. Endað var á góðum óskum þeim til handa með afhendingu vitnisburðar þar sem hver nemandi var kallaður upp á svið og lesin upp nokkur vel valin orð um hvern og einn. Styrmir Másson, fráfarandi 10. bekkingur, talaði síðan fyrir hönd nemenda og lét mörg orð falla um góð skólaár í Salaskóla. Endað var á kaffiveitingum þar sem fjölskyldur 10. bekkinga lögðu til meðlæti með kaffinu. Til hamingju með áfangann tíundubekkingar. Myndir frá útskriftinni.

vorfer_1.-2._b._027.jpg

Nýjar myndir

vorfer_1.-2._b._027.jpgÍ myndasafni skólans er að finna nýjar myndir frá vorinu s.s. vorferðalagi nemenda í 1. og 2. bekk, þemadögum í 8. – 10. bekk og óvissuferð 10. bekkinga.

Skólaslit og hátíð í dag

Í dag fimmtudaginn 5. júní verður skólanum slitið. Að loknum skólaslitum hefst hátíð foreldrafélagsins á skólalóðinni. 
8. – 9. bekkur á að mæta kl. 13:00 á sal skólans
1. – 7. bekkur á að mæta kl. 14:00 á sal skólans
Eftir skólaslit kl. 14:30 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni. Foreldrar eru hvattir til fjölmenna.

Brautskráning 10. bekkinga

Nemendur 10. bekkjar verða brautskráðir frá Salaskóla miðvikudaginn 4. júní og hefst athöfnin kl. 20:00. Foreldrar eru beðnir að koma með sínum útskriftarnema og afar og ömmur eru einnig velkomin. Að lokinni brautskráningu verður boðið upp á veislukaffi og eru allir beðnir um að koma með eitthvað á hlaðborðið.

gngum__sklann_004.jpg

Göngugarpar Salaskóla

gngum__sklann_004.jpgAð undanförnu hefur átakið "Göngum í skólann" verið í gangi í Salaskóla. Nemendur merktu við sig á skjali bekkjarins að morgni ef þeir höfðu gengið í skólann. Með þessu móti gátu bekkirnir safnað punktum. Nú er ljóst að nemendur í þremur bekkjum voru duglegastir að ganga í skólann. Með flest stig voru mávarnir, síðan komu riturnar og loks steindeplar. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin sem var hvorki meira né minna en gullskór, silfurskór og bronsskór.

Margir nemendur aðrir stóðu sig með mikilli prýði og tóku átakið mjög alvarlega. Meðan á átakinu stóð var greinilegt að umferð við skólann minnkaði til muna sem gerði leiðina í skólann öruggari í alla staði. Við óskum nemendum í Salakóla til hamingju með þennan góða árangur og einnig foreldrum þeirra sem hafa stutt dyggilega við bakið á sínum börnum. Flott hjá ykkur! Höldum áfram á þessari braut næsta vetur.

Hér á síðunni má sjá mávana með gullskóinn. Einnig er mynd af ritunum með silfurskóinn og Unni kennara taka við honum og loks steindeplana úti í sólinni.

gngum__sklann_002.jpggngum__sklann_003.jpg   gngum__sklann_005.jpg

adrenalin.jpg

Vorhátíð Salaskóla

Nú er komið að árlegri vorhátíð foreldrafélags Salaskóla

Skólaslit eru fimmtudaginn 5 júní n.k. kl 14.00 og hefst vorhátíðin í  beinu framhaldi af því. Að venju verður eitthvað skemmtilegt um að vera , leiktæki , tónlist og að sjálfsögðu pylsur á grillinu. Ungir og ferskir tónlistarmenn kíkja í heimsókn og gleðja okkur með söng og spili. Mætum öll og skemmtum okkur með krökkunum síðasta daginn fyrir frí.

Foreldrafélagið óskar  eftir góðri aðstoð bekkjarfulltrúa og foreldra við grill , leiktæki ofl.

Hafsteinn er búinn að panta gott veður , ef enginn er við til að taka við pöntun hans og veður verður með versta móti þá er viðbúið að við flýjum inn í skóla eða íþróttahús. (Nánar augl. síðar ef líkur eru á að veður hrekki okkur verulega, við látum ekki auðveldlega reka okkur inn.)

Foreldrafélagið óskar nemendum, starfsfólki og foreldrum gleðilegs sumar og þakkar fyrir samstarf vetrrins.adrenalin.jpg

Skólaslit í Salaskóla

Skólaslit vorið 2008 verða sem hér segir:
Útskrift 10. bekkjar að kvöldi hins 4. júní.
8. – 9. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 13:00 á sal skólans
1. – 7. bekkur fimmtudaginn 5. júní kl. 14:00 á sal skólans
Eftir skólaslit kl. 14:30 hefst skemmtun foreldrafélagsins á skólalóðinni.
drogleikur_019.jpg

Mat á skólastarfi

drogleikur_019.jpgÁ vefinn eru komnar niðurstöður úr könnunum sem lagðar voru fyrir foreldra um viðhorf þeirra til skólastarfs í Salaskóla.
Smellið hér til að skoða nánar.

opi_hs_27._ma_08_039.jpg

Margir komu á opið hús

Myndasýningar:
Hraðskák bæjarstjóra og skákmeistara
Á sal: samsöngur 1.-2. bekkinga og skólakórinn
Grænfáninn dreginn að húni 

opi_hs_27._ma_08_039.jpgGaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann í dag til að skoða afrakstur vetrarins. Þar voru mættir foreldrar, systkini, ömmur, afar og nemendur úr nágrannaskólum. Ýmsar uppákomur voru á sal t.d. sungu yngstu nemendur af mikilli innlifun í samsöng, skólakórinn undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur bauð upp á vandaða og skemmtilega söngdagskrá og loks sýndu 7. bekkingar frumsamið leikrit sem góður rómur var gerður að.

Á nýja bókasafninu á efri hæð var skákíþróttin iðkuð af kappi því einn af skákmeisturum skólans Guðmundur Kristinn Lee og bæjarstjórinn Gunnar Birgisson öttu kappi í hraðskák. Grænfáninn var síðan afhentur í þriðja sinn vegna góðrar frammistöðu skólans  í umhverfismálum og var glænýr fáni dreginn að húni að því tilefni. Gestir gátu síðan gætt sér á kaffi og vöfflum gegn vægu gjaldi á meðan á heimsókninni stóð.