tskrift_10._bekkjar_009.jpg

Útskrift í gær

tskrift_10._bekkjar_009.jpgÍ gærkvöldi, 4. júní, voru 10. bekkingar útskrifaðir í þriðja sinn frá skólanum. Mættu þeir prúðbúnir ásamt fjölskyldum sínum á sal skólans þar sem skólastjórinn, Hafsteinn Karlsson, talaði til þeirra í síðasta sinn. Hann þakkaði þeim samstarfið í gegnum tíðina, þeir höfðu sett mikinn svip á skólastarf í Salaskóla og kennarar og starfsfólk væri nú þegar farið að sakna þeirra. Endað var á góðum óskum þeim til handa með afhendingu vitnisburðar þar sem hver nemandi var kallaður upp á svið og lesin upp nokkur vel valin orð um hvern og einn. Styrmir Másson, fráfarandi 10. bekkingur, talaði síðan fyrir hönd nemenda og lét mörg orð falla um góð skólaár í Salaskóla. Endað var á kaffiveitingum þar sem fjölskyldur 10. bekkinga lögðu til meðlæti með kaffinu. Til hamingju með áfangann tíundubekkingar. Myndir frá útskriftinni.

Birt í flokknum Fréttir.