Frístund Salaskóla
Frístundin í Salaskóla er ætluð börnum í 1.–4. bekk og er opin alla virka daga frá kl. 13:20–16:30. Markmið okkar er að skapa öruggt, skapandi og skemmtilegt umhverfi þar sem börn fá fjölbreytt verkefni við hæfi og innan síns áhugasviðs. Við leggjum sérstaka áherslu á hreyfingu, útiveru, leik og skapandi starf.
Hagnýtar upplýsingar
- Umsóknir í frístund fara í gegnum þjónustugátt Kópavogs eða Völu.
- Símanúmer fyrir frístund:
1.bekkur: 893-7901
2.bekkur: 893-7902
3-4. bekkur: 893-7903
- Netfang: salafristund@kopavogur.is
Frístundin er lokuð á Þorláksmessu, aðfangadag, gamlársdag og í vetrarfríum. Á skipulagsdögum og í foreldraviðtölum er opið frá kl. 8:00–16:30, en skrá þarf sérstaklega fyrirfram.
Starfið í frístund
Í frístundinni er blanda af skipulögðu hópastarfi, skapandi smiðjum og frjálsum leik. Börnin velja sjálf á hvaða stöð þau vilja vera hverju sinni og dagskráin er endurnýjuð reglulega. Tvisvar á önn er “opin vika” með fjölbreyttum viðburðum eins og fjársjóðsleit, búningadegi og bíódegi.
Við leggjum einnig áherslu á frístundalæsi, þar sem mál- og læsisþróun barna er eflt með skapandi verkefnum. Í boði eru m.a. listasmiðjur, vísindasmiðjur, útismiðjur og skrímslasmiðjur.
Hópastarf og klúbbar
Alltaf í boði:
- Föndur
- Lestrar- og bókakrókur
- Útivera og frjáls leikur
Auk þess eru fjölbreyttir klúbbar í boði á hverju skólaári, t.d. snyrtistofa, legóklúbbur, boltaleikir og aðrir klúbbar eftir áhugasviði barnanna og starfsfólks.
Hressing
Daglega er boðið upp á síðdegishressingu kl. 14:00. Eftir það eru ávextir í boði.