Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í morgun var síðasti liðurinn í upplestrarkeppninni í 7. bekk haldinn hjá okkur í Salaskóla. 12 keppendur lásu upp fyrir fullum sal af fólki og satt best að segja stóðu þeir sig ótrúlega vel. Mættu vel undirbúnir og virkilega skemmtu salnum með vönduðum upplestri. Sumir þeirra bættu jafnvel um betur og fluttu frumsamin ljóð sem vöktu mikla hrifningu viðstaddra. Kæmi ekki á óvart að einhverjir þeirra eigi eftir að gera garðinn frægan sem ljóðskáld þegar fram líða stundir.

En dómnefnd varð að velja tvo nemendur og einn til vara sem munu keppa fyrir skólans hönd í Salnum í Kópavogi í upplestrarkeppni grunnskólanna í bænum þann 7. mars nk. Þeir sem völdust til þess voru: Guðjón Daníel og Matthildur og svo Díana Ósk til vara.

Birt í flokknum Fréttir.