Erlendir gestir

Þessa viku hafa þau Marcus frá Svíþjóð og Renata frá Portúgal verið hjá okkur í Salaskóla að kynna sér skólastarfið. Þau starfa við skólastjórnun í sínum skólum. Þau hafa fylgst með kennslu og skólastarfinu almennt lært ýmislegt sem þau ætla að taka með sér heim, en einnig hafa þau miðlað mörgu góðu til okkar. Það er gott að fá gesti og sannast þá hið fornkveðna að „glöggt er gests augað.“

Birt í flokknum Fréttir.