Masmánuður í Salaskóla

Í mars ætlum við að hafa „masmánuð“ í unglingadeildinni í Salaskóla. Þetta er samstarfsverkefni nemenda, starfsmanna og foreldra um snjalltækjalaus kennsluhlé þennan mánuð og nota tímann í að leika saman, spila saman og masa saman. Með þessu viljum við stíga út fyrir boxið og gera eitthvað nýtt og spennandi í samskiptum unglinganna í skólanum.
Við ætlum að kaupa bolta, spil, snúsnú-bönd og annað sem að gagni kemur sérstaklega fyrir unglingadeildina, draga fram borðtennisborðin og opna inn í salinn og spila þar tónlist í kennsluhléum. Svo er náttúrlega bara hægt að masa saman og slappa af. Krakkarnir geta þá valið hvað þeir gera sér til afþreyingar.
Þetta er spennandi verkefni og verður gaman að sjá hvernig til tekst og hvaða áhrif það hefur á krakkana.
Við hvetjum krakkana til dáða í þessu dásamlega átaki.
Birt í flokknum Fréttir.