Skólalóðin bætt svolítið í sumar

Í sumar verða svolitlar framkvæmdir á skólalóðinni. Boltasvæðið á malbikinu verður afmarkað, fimmhyrningsróla verður sett upp, setpallar settir hér og þar svo krakkarir geti tyllt sér, gúmmíhellur verða settar þar sem bæta þarf öryggi og svæði á lóðinni verða afmörkuð með girðingum. Þetta eru framkvæmdir upp á 5 milljónir og bætir sannarlega skólalóðina. Frekari framkvæmdir verða svo vonandi á næstu misserum.

Birt í flokknum Fréttir.