Stefán rís

Hópur nemenda á unglingastigi hefur verið við stífar æfingar vegna uppsetningar leikrits í Salaskóla.

Verkið heitir „Stefán rís“ og byggir á bókinni “Leitin að tilgangi unglingsins” eftir Arnór Björnsson, Óla Gunnar Gunnarsson og Bryndísi Björgvinsdóttur.

Stefán, aðalsöguhetjan, er krúttlegur, geðþekkur og aðlaðandi strákur sem er að byrja í 10. bekk og verður ástfangin í fyrsta sinn. En með ástinni koma ótrúlega erfiðir hlutir eins og að missa málið og muna ekki hvað maður heitir og að breytast í hálfvita í hvert skipti sem maður hittir gyðjuna. Höfundarnir vilja ólmir hjálpa og breyta atburðarrás verksins til að gera Stefán að þeim töffara sem hann þarf að verða til að ná í stelpuna.Það hefði þó kannski verið betra fyrir Stefán að eiga höfunda með aðeins meiri tilfinningagreind sem hefðu geta tekið betri ákvarðanir fyrir hann. Í lokin tekur Stefán svo eins og allar góðar hetjur málin í sínar hendur og rís upp gegn félagsþrýstingi og höfundaofríki.

Búið er að setja á dagskrá þrjár sýningar:

14. maí kl. 16:00 – sýning fyrir starfsfólk Salaskóla (hálfgerð „general prufa“)
15. maí kl. 19:00 – frumsýning
16. maí kl. 19:00 – 2. sýning

ATH að 16. maí er einnig vorhátíð foreldrafélagsins og afþreying og matarvagnar á skólalóðinni frá 17-19 – kjörið tækifæri til að fjölskyldur komi saman til að fagna vori og skella sér svo á leiksýningu!

Miðaverði er stillt í hóf. Sjoppa verður á staðnum!

0-5 ára – 0kr.

6-12 ára – 1000kr

13+ – 2000kr

Þátttakendur í uppsetningunni hafa ákveðið að hluti af ágóða við verkefnið renni til Barnaspítala Hringsins ❤

Birt í flokknum Fréttir.