Hverfishátíð Salahverfis

Vorhátíð Salaskóla verður að þessu sinni hverfishátíð Salahverfis!

Hin árlega vorhátíð foreldrafélags Salaskóla verður að þessu sinni sannkölluð hverfishátíð!
Hátíðin verður fimmtudaginn 16. maí og hefst klukkan 17:00.
Á staðnum verða matarvagnar og hægt að kaupa sér mat.
ATH að kl. 19:00 er 2. sýning á leikverki sem unglingadeild Salaskóla hefur unnið að og því tilvalið að panta sér miða á hana í beinu framhaldi af vorhátíðinni (miðasala: midasalastefanris@gmail.com )
Dagskráin:
– Matarvagnar: Gastro truck, 2Guys, Duns Donuts
– Veltibílinn
– Hoppukastalar
– BMX Brós
– Fjöltefli við Hjörvar Stein, margfaldan Íslandsmeistara í skák og Jóhönnu Björg fyrrum nemenda Salaskóla (bara mæta inn í sal skólans, taka skák og hafa gaman).
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, ömmu og afa og nágrönnunum!
Allir velkomnir!
Komum saman og gerum úr þessu sannkallaða vorhátíð í hverfinu okkar!

-Foreldrafélag Salaskóla.

Birt í flokknum Fréttir.