Salaskóli Íslandsmeistari í skák í stúlknaflokki 3.-5. bekkja!

Skákmótið fór fram í Rimaskóla um helgina og fóru tvö stúlknalið á mótið í þessum aldursflokki frá Salaskóla. Alls tóku 8 lið þátt í þessum flokki og tefldu þau öll innbyrðis. Svo fór að A-lið Salaskóla fékk 25 vinninga af 28 mögulegum og var einum vinningi á undan Rimaskóla. Glæsilegur árangur! B-liðið stóð sig líka vel, en þar voru mest yngri stúlkur og reynsluminni, en þær urðu í 6. sæti. Skákstelpurnar í Salaskóla eru bestar! Gaman var að Jóhanna Björg fyrrverandi skákstjarna skólans var meðal skákstjóra á mótinu!
A-liðið var þannig skipað: Katrín María Jónsdóttir, Arey Amalía Sigþórsdóttir, Sesselja Kjartansdóttir, Halla Marín Sigurjónsdóttir (allar í 5. b.) og Berglind Edda Birkisdóttir (4.b.).
B-liðið: Elín Lára Jónsdóttir (3.b), Rakel María Pálsdóttir (5.b.), Rakel Lára Rúnarsdóttir og Katrín Þóra Sveinsdóttir (báðar í 3.b.).

Birt í flokknum Fréttir.