Góður námsárangur í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk í Salaskóla stóðu sig vel á samræmdu könnunarprófinu nú í haust. Í öllum greinunum, íslensku, ensku og stærðfræði var niðurstaðan vel fyrir ofan landsmeðaltal. Í íslensku var meðaltal skólans 6,6 og landsmeðaltali 6,2. Í stærðfræði var meðaltal skólans 7,2 en landsmeðaltalið 6,5 og í ensku var meðaltal skólans 8,0 en landsmeðaltalið 7,1.

Birt í flokknum Fréttir.