Dagur íslenskrar tungu


Í tilefni af Degi íslenkrar tungu sem er í dag, 16. nóvember, buðu nemendur í 5. og 6. bekk foreldrum og nemendum í yngri bekkjum að koma á sal og hlusta á þau flytja ljóð og vísur. Skáldið Jónas Hallgrímsson var heiðrað með flutningi á mörgum ljóðum hans, fagurlega skreytt myndverkum, og nemendur sýndu svo sannarlega leikræna tilburði í flutningi. Einnig voru sungnar vísur við undirleik þeirra sjálfra og Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir og kennararnir þeirra eiga heiður skilið fyrir þessa vönduðu dagskrá.

Birt í flokknum Fréttir.