Að vera góð/-ur í að sippa, sauma, tefla, byggja úr kubbum, fara kollhnís, senda sms, hanga á slá, þekkja lönd, mála, smíða, þekkja fuglahljóð eða kunna að raula … skiptir máli á fjölgreindaleikum. Allir eru góðir í einhverju og þegar 10 manna lið leggur saman má búast við góðum árangri í heildina. Þetta er einmitt aðalmarkmiðið með fjölgreindaleikum þ.e. hæfileikar hvers og eins koma fram og allir fá að njóta sín með einhverjum hætti. Myndasýning frá morgninum.









Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2009-2010 er komin á vefsíðu skólans. Hún er aðgengileg á pdf-formi undir hnappnum GAGNASAFN eða með því að smella 

![leifsstod1[1].jpg](https://salaskoli.is/wp-content/uploads/2009/09/leifsstod1[1].jpg)
Skákmeistararnir okkar fengu góðar móttökur þegar þeir lentu í Keflavík í dag. Foreldrar þeirra fögnuðu þeim ásamt Hafsteini skólastjóra og Gunnsteini bæjarstjóra.