sms.jpg

Í hverju ertu góð/-ur?

Að vera góð/-ur í að sippa, sauma, tefla, byggja úr kubbum, fara kollhnís, senda sms, hanga á slá, þekkja lönd, mála, smíða, þekkja fuglahljóð eða kunna að raula … skiptir máli á fjölgreindaleikum. Allir eru góðir í einhverju og þegar 10 manna lið leggur saman má búast við góðum árangri í heildina. Þetta er einmitt aðalmarkmiðið með fjölgreindaleikum þ.e. hæfileikar hvers og eins koma fram og allir fá að njóta sín með einhverjum hætti. Myndasýning frá morgninum.
 sms.jpghanga.jpg
skordyr.jpgbolti.jpg  

sla.jpg 

landakort.jpg

mala_small.jpgtrambolin.jpg

fjlgreindarleikar_0141.jpg

Blásið til fjölgreindaleika

fjlgreindarleikar_0141.jpgfjlgreindarleikar_0051.jpg
Fjölgreindaleikar Salaskóla fóru vel af stað þennan morguninn. Í hverju liði eru 10 nemendur, einn úr hverjum árgangi, þar sem eldri nemandi er fyrirliði og sér um að aðstoða þá sem yngri eru. Fyrirliðinn þarf að sjá til þess að liðið hans sé á réttum stað hverju sinni, allir meðlimir séu virkir og komi vel fram. Stöðvarnar eru 40 talsins – og á hverri stöð er furðuvera sem tekur á móti liðinu og útskýrir í hverju þrautin er fólgin. Í hlutverki furðuveranna eru kennarar og annað starfsfólk skólans. 

salaskoli.jpg

Starfsáætlun Salaskóla

salaskoli.jpgStarfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2009-2010 er komin á vefsíðu skólans. Hún er aðgengileg á pdf-formi undir hnappnum GAGNASAFN eða með því að smella hér

Fjölgreindaleikarnir á miðvikudag og fimmtudag

Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla hefjast á miðvikudaginn 23. september og standa yfir í tvo daga. Þá er nemendum skólans skipt í rúmlega 40 tíumanna lið sem keppa í greinum sem reyna á ólíkar greindir.

Í hverju liði er að jafnaði einn nemandi úr hverjum árgangi og hópstjórar koma úr 9. og 10. bekk. Þeir bera ábyrgð á sínu liði og sjá til þess að öllum líði vel og allir taki þátt.

Nemendur fá drykki og ávexti að morgni og þurfa því ekki að koma með morgunnesti.

Skólatíminn er sá sami fyrir alla nemendur þessa tvo daga, þ.e. frá kl. 8:10 – 13:30. Val í unglingadeild fellur því niður.

norlandaskakmeistarar_small.jpg

Meistarar heiðraðir

norlandaskakmeistarar_small.jpg
Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum.  Hafsteinn skólastjóri þakkaði þeim fyrir hönd skólans, bar þeim kveðju menntamálaráðherra og Andrés Pétursson, formaður skólanefndar, færði þeim hamingjuóskir frá Kópavogsbæ ásamt gjöf til skólans sem mun felast í ýmsu "nýju skákdóti" eins og skólanefndarformaðurinn komst að orði sjálfur.
 

leifsstod1[1].jpg

Norðurlandameistararnir komu til landsins í dag

leifsstod1[1].jpgSkákmeistararnir okkar fengu góðar móttökur þegar þeir lentu í Keflavík í dag. Foreldrar þeirra fögnuðu þeim ásamt Hafsteini skólastjóra og Gunnsteini bæjarstjóra.

Þau fengu blómvönd frá skólanum og bæjarstjóri þakkaði þeim frábært framlag til skákíþróttarinnar og góða fyrirmynd á því sviði. Hann færði þeim ipod spilara af bestu gerð sem þakklætisvott frá bæjarstjórn Kópavogs. Krakkarnir voru alsælir og ánægðir með ferð sína til Stokkhólms. Þó greinilega þreytt enda reynir mót af þessu tagi mikið á. Við í Salaskóla erum yfir okkur stolt af þessu frábæra afreksfólki okkar.

Skáksveit Salaskóla Norðurlandameistar!

Þó svo að ein umferð sé eftir að Norðurlandamóti grunnskóla í skák hefur hin geysisterka sveit Salaskóla tryggt sér Norðurlandameistartitilinn. Sveitin hefur sýnt fádæma yfirburði og er vel að sigrinum komin. Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistartitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek. Í sveitinni eru Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason, Eiríkur Brynjarsson og Guðmundur Kristinn Lee.

Heimasíða keppninnar er hér.