leifsstod1[1].jpg

Norðurlandameistararnir komu til landsins í dag

leifsstod1[1].jpgSkákmeistararnir okkar fengu góðar móttökur þegar þeir lentu í Keflavík í dag. Foreldrar þeirra fögnuðu þeim ásamt Hafsteini skólastjóra og Gunnsteini bæjarstjóra.

Þau fengu blómvönd frá skólanum og bæjarstjóri þakkaði þeim frábært framlag til skákíþróttarinnar og góða fyrirmynd á því sviði. Hann færði þeim ipod spilara af bestu gerð sem þakklætisvott frá bæjarstjórn Kópavogs. Krakkarnir voru alsælir og ánægðir með ferð sína til Stokkhólms. Þó greinilega þreytt enda reynir mót af þessu tagi mikið á. Við í Salaskóla erum yfir okkur stolt af þessu frábæra afreksfólki okkar.

Birt í flokknum Fréttir.