Nú eru skólastjórnendur að bjóða foreldrum hvers bekkjar í morgunkaffi með spjalli og spekúleringum um skólastarfið. Fundirnir hefjast allir kl. 8:10 og eru á kaffistofu starfsmanna. Að loknu spjalli er bekkurinn heimsóttur. Allt búið kl. 9:00. Dagsetningar eru komnar hér á netið og hægt er að sjá þær með því að smella hér.
Við hvetjum alla foreldra, bæði pabba og mömmur til að mæta.

Í heimilisfræði læra nemendur góðar vinnuaðferðir í meðferð matvæla og útbúa alls kyns góðgæti þar sem ákveðnar uppskriftir eru lagðar til grundvallar. Nemendur eru oft spenntir að fá uppskriftir heim til þess að þeir geti prófað sig áfram þar. Uppskriftum nemenda í 1. – 4. bekk hefur verið safnað saman í eina 
