Við hófum störf hjá skákakademiu Kópavogs föstudaginn 29. janúar 2010. Skákakademia Kópavogs er styrkt af skákstyrktarsjóði Kópavogs. Kennarar eru frá Skákskóla Íslands en Salaskóli sér um aðbúnað og aðstöðu. Á myndinni sem fylgir eru eftirtaldir einstaklingar.
Aftari röð frá vinstri:
Lenka Ptacnikova skákmeistari og skákkennari, Tómas Rasmus kennari, Helgi Ólafsson stórmeistari og skákkennari og Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla.
Fremri röð: Skáknemendur í fyrsta tímanum hjá skákakademiunni.
Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Eiríkur Örn Brynjarsson, Ómar Yamak, Guðmundur Kristinn Lee og Birkir Karl Sigurðsson.
Fleiri nemendur eru væntanlegir.
Æfingar skákakademiunnar verða líklega framvegis þannig:
Staður vísindamiðstöð Salaskóla.
Mánudagur kl: 14:00 til 16:00
Miðvikudagur kl: 12:30 til 14:00
Föstudagur kl: 14:00 til 16:00