Vetrarleyfi

Vetrarleyfi verður 18. og 19. febrúar. Við vekjum athygli á að við erum með vetrarleyfi á öðrum tíma en aðrir skólar í Kópavogi. Þetta var ákveðið síðasta vor þar sem áhugi er á að hafa börnin í skólanum bolludag, sprengidag og öskudag. Á öskudag verður skóladagur þó styttri en venjulega. Þá verður furðufatadagur í skólanum og skemmtileg dagskrá fyrir alla nemendur frá kl. 9:00 – 12:00. Nemendur geta þó mætt til kennara sinna kl. 8:10, en við gefum svigrúm til kl. 9:00 svo tími sé til að koma sér í furðufötin.

Birt í flokknum Fréttir.