Fulltrúar nemenda í skólaráð

Aldís Anna Ingþórsdóttir og Jónas Orri Matthíasson voru kosin aðalfulltrúar nemenda í skólaráð Salaskóla. Varafulltrúar voru kosnir Elsa Jónsdóttir og Steinunn Ýr Hilmarsdóttir. Auk þeirra sitja í skólaráði fulltrúar starfsmanna og foreldra. Skólaráð fundar mánudaginn 4. október kl. 16:00

Stundaskrá og starfsáætlun

Skipulag og stundaskrá

Skipulag og kennsluhættir Salaskóla markast af stefnu og markmiðum skólans.  Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, að koma til móts við þarfir, áhuga og getu hvers og eins.  Í því skyni er áhersla lögð á samstarf milli árganga. Skipulag af þessu tagi gefur aukna möguleika á sveigjanleika í skólastarfinu og að komið sé til móts við mismunandi þarfir nemenda. 

Tímafjöldi nemenda í hverjum árgangi og í hverri námsgrein er í samræmi við viðmiðunarstundaskrá menntamálaráðuneytisins.  Til að auka sveigjanleika og fjölbreytni í skólastarfinu getur stundaskráin verið breytileg, en sá tími sem nemendur eru í skólanum á degi hverjum er sá sami. 

Skóladagatal

Á skóladagatali koma fram þeir dagar sem nemendur eiga að sækja skóla, hvaða daga er vikið frá venjulegum skóladegi og hvaða daga nemendur fá leyfi. 

Haustfundir

Í upphafi skólaárs, verður kynning fyrir foreldra á skólastarfinu.  Bekkjarkennarar sjá um kynningarnar í sínum bekkjum.

Foreldraviðtöl

Kennarar eru með símaviðtalstíma daglega að lokinni kennslu.  Ef þeir eru uppteknir tekur ritari skilaboð og kemur til þeirra.  Umsjónarkennarar kalla til foreldra þegar þurfa þykir en sérstakir foreldraviðtalsdagar eru  10. október og 19. janúar.   

Skipulagsdagar

Á skipulagsdögum eiga nemendur frí en kennarar vinna að mati á skólastarfinu, áætlanagerð, undirbúningi og endurmenntun. 

Skipulagsdagar eru : 

28. september, 19. nóvember,  3. janúar, 6. mars og 31. maí. 

Dægradvöl er opin á skipulagsdögum.

Vetrarfrí

Vetrarfrí er tvískipt, tveir dagar á hvorri önn.  Skólinn er lokaður á þeim tíma og engin starfsemi fer þar fram.  22. og 23. október á haustönn og 22. og 25. febrúar á vorönn.

Skólaslit

Skólaslit verða föstudaginn 7. júní.  Þau verða formleg, þ.e. nemendur mæta í skólann með foreldrum sínum á sérstaka athöfn þar sem skólanum verður slitið. Útskrift nemenda sem eru að ljúka 10. bekk verður fimmtudagskvöldið 6. júní.

Samræmd könnunarpróf

4. og 7. bekkur þreytir samræmd könnunarpróf í íslensku 20. september og stærðfræði 21. september .

Samræmd könnunarpróf í 10. bekk verða

Íslenska

mánudagur

17. sept.

Enska

þriðjudagur

18. sept.

Stærðfræði

miðvikudagur

19. sept.

Litlu jólin og jólafrí

Litlu jólin verða fimmtudaginn 20. desember. Nemendur mæta þá á mismunandi tímum og eru rúmlega klukkustund í skólanum. Dægradvölin er opin. Að loknu jólaballi hefst jólafrí nemenda. Kennsla hefst aftur að loknu jólaleyfi föstudaginn 4. janúar.

Öskudagur

Á öskudag verður skóladagur til hádegis. Þá verður skólastarf verulega frábrugðið því sem venjulegt er.

Annað

Aðra daga mæta nemendur samkvæmt stundaskrá.  Þó kann skóladagur að lengjast þegar farið er í ferðlög.

Stöðvum einelti – borgarafundir

Nú stendur yfir eineltisátak Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT í samstarfi við Símann, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila, með fundum sem haldnir eru á 11 stöðum á landinu.  Umfjöllunarefni fundanna er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda á hverjum stað, setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu“ eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur. Jafningjafræðslufundir og borgarafundir hafa nú verið haldnir í Árborg og á Ísafirði og voru vel sóttir. Framundan eru fundir á eftirtöldum stöðum: í Reykjanesbæ 28. september, Sauðárkróki 5. október, Akureyri 6. október, Grundarfirði 12. október, Fljótsdalshéraði 19. október, Borgarbyggð 21. október, Vestmannaeyjum 26. október, Höfn í Hornafirði 28. október og í Reykjavík 3. nóvember.

Frá tómstundafélögum

Við hvetjum foreldra til að skoða heimasíður íþrótta- og tómstundafélaga. Við birtum á facebooksíðu skólans upplýsingar um tómstundastarf eftir því sem þær berast okkur. Við dreifum ekki fjölritum um slíkt með nemendum. 

Fjölgreindaleikar 29. og 30. september

Næsta miðvikudag og fimmtudag verða fjölgreindaleikar í Salaskóla. Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 10 manna aldursblandaða hópa og eru 9. og 10. bekkingar hópstjórar.

Þessa daga er ekki kennt sund, íþróttir eða valgreinar – allur tíminn fer í fjölgreindaleikana. Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Við útvegum drykki fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn há öllum um hálftvö.

Samræmd próf

Vikuna 20. – 24. september verða  samræmd próf lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 10 bekk.  Prófin eru ætluð til þess að meta stöðu sérhvers nemanda í  viðkomandi námsgreinum.

10. bekkur
Íslenska – mánudaginn 20. september
Enska – þriðjudaginn 21. september
Stærðfræði – miðvikudaginn 22. september

4. og 7. bekkur
Íslenska – fimmtudaginn 23. september
Stærðfræði – föstudaginn 24. september

Við óskum nemendum góðs gengis.

Salaskóli gjörsigraði Dani

Eftir sárt tap gegn Norðmönnum í gær gerðist það sem Íslendingar elska,
við unnum A lið Danmerkur 4:0

Ísland skaust því upp í annað sæti með því að gjörsigra Dani.
Staðan eftir 2 umferðir er því þannig:

1 Noregur 7 stig
2 Ísland  5 stig
3- 4 Finland 4 stig
3- 4 Danmörk lið 2  4 stig
5 Danmörk lið 1 2,5 stig
6 Svíþjóð 1,5 stig

Minnum á heimsíðu mótsins www.jetsmarkskakklub.dk

islandsmeistarar.png

Íslandsmeistarar á Norðurlandamóti

Íslandsmeistaralið Salaskóla mun keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram nú um helgina. Keppt verður á Tranum strand sem er bær norðarlega á Jótlandi.

Sigursveit Salaskóla, Íslandsmeistara grunnskóla frá vormisseri 2010: 
1.       Páll Snædal Andrason
2.       Eiríkur Örn Brynjarsson
3.       Guðmundur Kristinn Lee
4.       Birkir Karl Sigurðsson
5.       Ómar Yamak (varamaður)

Sigurlið Salaskóla myndar því landslið íslands í sveitakeppni og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem verður í haust en það verður haldið í Danmörku á Tranum strand á Jótlandi dagana 9. til 13. september 2010.
Liðsstjóri í ferðinni verður Tómas Rasmus, kennari. Þess má geta að Salaskóli sigraði þessa keppni með yfirburðum í fyrra og fer nú út til að verja heiður Íslands.

islandsmeistarar.png
Á myndinni: Páll, Eiríkur, Guðmundur, Tómas, Birkir og Gulla