Afmælisgjöf

Salaskóli fékk góða afmælisgjöf sl. föstudag. Það er upplýsingaskjár og kerfi sem gerir okkur mögulegt að láta ýmsar upplýsingar, hrós, fréttir og hvatningu rúlla á skjá í anddyri skólans. Við erum nú að gera það klárt til daglegrar notkunar á næsta mánudag verður það tekið í fulla notkun. Við viljum þakka gefendum en þeir eru: Foreldrafélagið, Skólanefnd Kópavogs, Fiskiprinsinn, Penninn, Prenttækni, Byr, Þykkvabæjar, Ekran, Reynir bakari og fleiri.

afmaeli

Góður dagur

afmaeli
Haldið var upp á 10 ára afmæli skólans síðastliðinn föstudag, 13. maí. Skólinn var fallega skreyttur með blöðrum og myndverkum nemenda. Tekið var á móti afmæligestum í aðalanddyri skólans kl. 12:00 með fallegum söng skólakórs Salaskóla. Síðan léku nemendur í tónlistarnámi á fiðlur, þverflautur, gítara og fleiri hljóðfæri í anddyrinu á meðan gestir skoðuðu sig um í skólanum. Afrakstur starfsins var sýndur í skólastofum og á göngum og verkgreinastofur voru með sýningar á verkum nemenda. Boðið var upp á kaffi og afmæliköku á þremur stöðum í skólanum sem elstu nemendur skólans sáu um. Stemmningin var mikil og foreldrar, sytkini, ömmur og afar mættu afar vel til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Takk fyrir komuna!(smellið á linkinn)

voskoli

Vorskólinn tókst vel

voskoli
Á dögunum komu verðandi fyrstubekkingar í heimsókn í skólann ásamt foreldrum sínum. Þau voru kátt og glöð og hvergi bangin við að setjast á skólabekk og fást við ýmis verkefni. Vorskólinn er í tvo daga í senn og markmiðið með honum er að nemendur og foreldrar heimsæki skólann, fái að skoða aðtæður, kynnist kennurunum og nálgist ákveðnar upplýsingar fyrir næsta skólaár.

balloons

Salaskóli 10 ára

balloons
Salaskóli heldur upp á 10 ára afmæli sitt 13. maí 2011.   Það verður opið hús milli kl. 12:00 og 13:30. Nemendur og starfsfólk taka á móti gestum og sýna afrakstur vinnu sinnar í vetur.  Skólakórinn syngur og nemendur í tónlistarnámi spila fyrir gesti. Skólasagan í myndum og aðrar myndir úr skólalífinu verða sýndar.

kjrdmismt_2011

Guðmundur Kristinn kjördæmismeistari Reykjaness

kjrdmismt_2011
Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, og Vignir Vatnar Stefánsson, Hörðuvallaskóla, urðu  kjördæmismeistarar Reykjaness í skólaskák fimmtudaginn 28.04.2011.  Guðmundur í eldri flokki en Vignir í þeim yngri.  Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, tryggði sér einnig keppnisrétt á Landsmótinu en hann endaði í 2. sæti í eldri flokki.  Hilmir Freyr Heimisson hafnaði í öðru sæti í yngri flokki.

Sigur Guðmundar var einkar glæsilegur og sigraði hann alla sína andstæðinga. En allir fulltrúar Salaskóla náðu verðlaunasæti sem sýnir hversu öflugir okkar krakkar eru í skáklistinni.

Lokastaðan í eldri flokki:

1. Guðmundur Kristinn Lee, Salaskóla, 4 v.

2. Birkir Karl Sigurðsson, Salaskóla, 3 v.

3. Hans Adolf Linnet, Setbergsskóla, 2 v.

4. Jón Hákon Richter, Öldutúnsskóla, 1 v.

5. Kristjana Ósk Kristinsd., Garðask. 0 v.

kjordaemismot yngriLokastaðan í yngri flokki:

Aukakeppni þurfti í yngri flokki um 2.-4. sæti.  Þar varð Hilmir Freyr efstur, Sóley Lind önnur og Magni þriðji.

1. Vignir Vatnar Stefáns. Hörðuvallask. 5 v.

2. Hilmir Freyr Heimisson Salaskóla, 3 v. (+2½ v.)

3. Sóley Lind Pálsdóttir, Hvaleyrarskóla 3 v. (+ 2 v.)

4. Magni Marelsson, Hvaleyrarskóla, 3 v. (+1½ v.)

5. Kári Georgsson, Hofstaðaskóla,1 v.

6. Aron Laxdal, Lágafellsskóla, 0 v.

Sjá nánar úrslit einstakra skák á vefsíðunni: http://chess-results.com/tnr48847.aspx

 

Á kjördæmismót komast efstu tveir úr hverju sýslufélagi í okkar kjördæmi, þannig að hér eru þeir bestu af þeim bestu að keppa og allir keppendur státa af meistaratitlum hver á sínu svæði. Landsmótið í skólaskák verður að þessu sinni helgina 13 til 15 maí á Akureyri.

 

Þess má til gamans geta að í Salaskóla eru nú 7 krakkar sem komnir eru með íslensk skákstig en þeir kepptu um páskana á skákþingi Íslands.
Krakkarnir okkar sem eru komnir með íslensk skákstig eru:

Guðmundur Kristinn Lee     1758

Birkir Karl Sigurðsson        1705

Hilmir Freyr Heimisson      1313

Þormar Leví Magnússon   1226

Jón Smári Ólafsson            1175

Hidur Berglind Jóhannsd. 1128

Jón Otto Sigurjónsson       1000

 

Af þessum listi sést að framtíðin er björt í skákinni í Salaskóla.

Páskaleyfi

Nemendur fara í páskaleyfi föstudaginn 15. apríl að lokinni kennslu. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 27. apríl. Þriðjudaginn 26. apríl er skipulagsdagur en dægradvölin er opin frá kl 8:00.

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og ánægjulegra frídaga.

Undirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi

Mikil stemmning ríkir í skólanum fyrir árshátíð nemenda í 8. – 10. bekk sem verður í kvöld. Þema hefur verið í gangi alla vikuna þar sem krakkarnir fengust við ýmislegt sem tengist árshátíðinni. Má þar nefna spurningagerð, vídeóupptökur, skreytingar o.m.fl. Þessa vikuna hafa auk þess ýmsar furðuverur sést á göngum skólans og inni í kennslustundum t.d voru hippar á ferli í dag og fyrr í vikunni brá fyrir ofurhetjum eins og Supermann, Batmann og fleiri stórmennum. Þegar betur var að gáð fékkst sú skýring að búningaþema væri í gangi alla vikuna og sá/sú sem stæði sig best í að mæta í búning ynni til verðlauna sem er frímiði á árshátíð í kvöld. Hér eru nokkrar myndir frá undirbúningi.