Afmælisgjöf

Salaskóli fékk góða afmælisgjöf sl. föstudag. Það er upplýsingaskjár og kerfi sem gerir okkur mögulegt að láta ýmsar upplýsingar, hrós, fréttir og hvatningu rúlla á skjá í anddyri skólans. Við erum nú að gera það klárt til daglegrar notkunar á næsta mánudag verður það tekið í fulla notkun. Við viljum þakka gefendum en þeir eru: Foreldrafélagið, Skólanefnd Kópavogs, Fiskiprinsinn, Penninn, Prenttækni, Byr, Þykkvabæjar, Ekran, Reynir bakari og fleiri.

Birt í flokknum Fréttir.