Góðar niðurstöður fyrir Salaskóla

Salaskóli er þátttakandi í Skólapúlsinum sem mælir ýmis viðhorf nemenda í grunnskólum til skólans síns og skólastarfsins. Nokkrum sinnum á vetri tekur úrtak nemenda í 6. – 10. bekk þátt í könnun og yfir veturinn hafa allir nemendur í þessum bekkjum tekið þátt. Niðurstöður eru birtar jafnóðum og  þannig getur skólinn séð hvaða breytingar hafa orðið frá síðustu mælingu auk samanburðar við aðra sambærilega skóla.

Salaskóli hefur ævinlega komið vel út í Skólapúlsinum. Hér er ánægja af lestri vel yfir meðallagi sem og áhugi á stærðfræði og náttúruvísindum. Hvergi er meiri þátttaka nemenda í íþróttastarfi en hér, nemendur sýna mikla þrautseigju í námi og hafa trú á eigin vinnubrögð í náminu. Það segir sig því sjálft að nemendur Salaskóla hafa mun meira sjálfsálit en almennt gerist. Þá líður nemendum mjög vel og einelti er mun minna en í flestum samanburðarskólunum. Samband nemenda við kennara er meira en almennt gerist og sama er að segja um aga í tímum.

Þetta eru sannarlega góðar niðurstöður og góð hvatning fyrir samfélagið hér í Salaskóla.

Skíðaferð unglingadeildar

12. apríl ætlum við að fara í skíðaferð í Bláfjöll með unglingadeild skólans. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:00 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:00. Við sjáum um samloku í hádeginu en annað nesti og alla drykki þurfa nemendur að koma með. Athugið, alla drykki, líka með samlokunni í hádeginu. Allir verða að koma vel klæddir og með nóg af hlýjum aukafötum.  Ekki gleyma húfum, vettlingum og ullarsokkum.

Skólinn borgar rútukostnað en nemendur greiða sjálfir lyftukort og fyrir leigu á skíðabúnaði, ef um slíkt er að ræða. Verð fyrir daginn er 1700 kr. fyrir skíða-  eða brettapakka. Lyftukortið er á 500 kr.

Við verðum með margreynda úrvals skíðakennara með okkur sem kennir bæði byrjendum og lengra komnum.  

Biðjum ykkur um að kíkja á heimasíðuna kl. 8 að morgni 12. apríl og sjá hvort ekki verði örugglega farið.

elisabet

Þjóðleg uppákoma hjá nemendum í 2. bekk

elisabet
Nemendur í öðrum bekk buðu foreldrum sínum að koma í skólann í morgun til að sjá afrakstur vinnu undanfarinna vikna. Þau hafa verið að æfa upplestur og framsögn og fóru með kvæðið Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum í sal skólans –  en kvæðið þuldu þau upp reiprennandi hvert í kapp við annað. Á eftir var foreldrum boðið að koma á svæði fyrir framan kennslustofur nemenda þar sem búið var að stilla upp ýmsu sem tengdist þemanum Land og þjóð  sem hefur verið í gangi í nokkurn tíma. Þar var fjallað um allt sem þjóðlegt er svo sem þjóðbúninginn, fánann og skjaldarmerkið, í máli sem myndum. Í tilefni dagsins höfðu umsjónarkennararnir þeirra klætt sig upp í þjóðbúning og einnig mátti sjá nokkra prúðbúna nemendur í sama stíl en allir nemendurnir klæddust lopapeysum í dag að góðum og þjóðlegum sið.  Myndir.  

ftbolti

Sjöundubekkingar góðir í fótbolta

ftboltiFöstudaginn 23. mars var haldið fótboltamót 7. bekkja í Kópavogi. Mótið fór fram í Fífunni og sendi hver skóli eitt strákalið og eitt stelpulið. Mótið fór vel fram og gaman var að sjá hópinn okkar njóta sín jafnt við kappsaman leik sem og ástríðufullan stuðning. Allir skemmtu sér vel og á endanum stóð drengjalið Salaskóla uppi sem sigurvegari.

upplestur_001

Stóra upplestrarkeppnin

upplestur_001
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkja í Kópavogi var haldin á dögunum í Salnum í Kópavogi. Arna Katrín Kristinsdóttir og Rebekka Ósk Svavarsdóttir lásu upp fyrir Salaskóla og stóðu sig með mikilli prýði.

Salaskoli_D_Lii_Islandsmeistar_D_lia_2012

Salaskóli tók 3. sætið á Íslandsmóti grunnskólasveita

Salaskoli_D_Lii_Islandsmeistar_D_lia_2012
Nú er lokið Íslandsmóti grunnskólasveita í skák 2012.
Helgina 24. og 25. mars var haldin sveitakeppni grunnskóla í skák í Rimaskóla. Salaskóli sendi 5 lið og tók A liðið okkar bronsið eftir að hafa verið í keppni þeirra bestu allan tímann. B liðið varð næst besta B liðið og C , D og E liðin okkar urðu Íslandsmeistar í sínum flokki.  Birkir Karl Sigurðsson vann það einstæða afrek að tapa ekki einni einustu skák á fyrsta borði, keppti við alla þá sterkustu allan tímann.

Á meðfylgjandi mynd er D-lið Salaskóla sem urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki eins og áður sagði. 

 

Í A liði Salaskóla voru:

Birkir Karl Sigurðsson

Hilmir Freyr Heimisson

Þormar Leví Magnússon

Hildur Berglind Jóhannsdóttir

Jón Smári Ólafsson

 Í B liði Salaskóla voru:

Jón Otti Sigurjónsson

Róbert Örn Vigfússon

Arnar Steinn Helgason

Garðar Elí Jónasson

Helgi Tómas Helgason

 

Í C liði Salaskóla voru: ( besta C lið Íslands )

Benedikt Árni Björnsson

Ágúst Unnar Kristinsson

Aron Ingi Woodard

Dagur Kárason

Kjartan Gauti Gíslason

 
Í D liði Salaskóla voru: ( besta D lið Íslands )

Jason Andri Gíslason   

Hafþór Helgason    

Orri Fannar Björnsson   

Elvar Ingi Guðmundsson      

Björn Breki Steingrímsson

Guðrún Vala Matthíasdóttir

 

Í E liði Salaskóla voru:  ( besta E lið Íslands )

Anton Fannar Kjartansson

Gísli Gottskálk Þórðarson

Kári Vilberg Atlason

Hlynur Smári Magnússon

Sandra Diljá Kristinsdóttir

 

Myndir frá mótinu má sjá á síðunni: http://skak.blog.is/album/slandsmot_grunnskola_2012_b/

Og á síðunni: http://skak.blog.is/album/slandsmot_grunnskolasveita_2012/

Einnig fréttir á skak.is á síðunni:  http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1230854/

Liðsstjóri Salaskólaliðanna var Tómas Rasmus.

 

Heildarúrslit urðu þessi:

1              Rimaskóli A                          34,5       

2              Rimaskóli B                          24          

3              Salaskóli A                           23,5       

4              Hólabrekkuskóli                  23          

5              Álfhólsskóli A                        22          

6              Hagaskóli                             20          

7              Smáraskóli A                        19,5       

8              Glerárskóli                            19          

9              Ölduselsskóli                       19          

10           Árbæjarskóli                         19          

11           Vatnsendaskóli                    18,5       

12           Salaskóli B                           18,5       

13           Salaskóli C                           18,5       

14           Álfhólsskóli B                       18,5       

15           Laugalækjarskóli A             18,5       

16           Vættaskóli                             17,5       

17           Melaskóli                               17,5       

18           Sæmundarskóli                   17,5       

19           Rimaskóli C                         17          

20           Hofsstaðaskóli                    16,5       

21           Snælandsskóli                    16          

22           Salaskóli D                           13,5       

23           Rimaskóli D                         12,5       

24           Salaskóli E                           11          

25           Smáraskóli B                       8             

26           Álfhólsskóli C                       5

Laugafarar

Níundubekkingar eru væntanlegir að skólanum eftir ca. klukkustund um kl. 13:45