E_li_Salaskla

Salaskóli hreppti annað sætið í Íslandsmóti barnaskólasveita

E_li_Salaskla
Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram nú um helgina 17. og 18. mars. Salaskóli sendi 5 lið til keppni A, B, C, D og E lið. Enginn annar skóli var með jafn marga keppendur. Eftir mótið er Salaskóli með fjórfaldan Íslandsmeistaratitil því hann hlaut gullverðlaun í flokki B, C, D og E líða og silfur í flokki A liða. Skólinn tók 24 gullverðlaun og 6 silfur ásamt 2 bikurum fyrir bestan árangur á 1. og 3. borði og var samanlagt í öðru sæti á mótinu.

Eftirfarandi nemendur voru í gullliðunum:
E lið: Gísli Gottskálk, Anton Fannar, Kári Vilberg og Samúel Týr allir í 1. og 2. bekk
D lið: Axel Óli, Ívar Andri, Jón Þór, Daníel Snær og Sindri Snær allir í 3. bekk
C lið: Jason andri, Hafþór, Elvar Ingi, Orri Fannar og Björn Breki allir í 4. og 5. bekk
B lið:Arnar Steinn, Garðar Elí, Helgi Tómas, Ágúst Unnar, Rebekka Ósk og Dagur Kára.

Í A liði Salaskóla sem var í toppbaráttu allan tímann og keppti alltaf við erfiðustu andstæðingana voru:
1b. Hilmir Freyr Heimisson
2b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir
3b. Róbert Örn Vigfússon
4b. Kjartan Gauti Gíslason
1v Aron Ingi Woodard.

Hér fyrir ofan er mynd af E-liðinu sem eru yngsta sveitin en fleiri myndir af liðunum eru hér

A liðið sigraði öll hin liðin í innbyrðis viðureignum nema toppliðin frá Rimaskóla ( sitjandi norðurlandameistara ) og Álfhólsskóla en þeim viðureignum lauk með jafntefli 2.2.

Einnig fengu þeir Hilmir Freyr Heimisson og Róbert Örn Vigfússon sérstök verðlaun fyrir bestan árangur á 1 og 3 ja borði, en þeir gjörsigruðu alla sína andstæðinga.

Heildarúrslitin eru sem hér segir:

1          Álfhólsskóli A                30,5

2..3       Salaskóli A                    30.0

2..3       Rimaskóli A                   30.0

4          Hörðuvallaskóli A           21,5

5          Melaskóli A                   20,5

6          Hofsstaðaskóli A            20,5

7          Grandaskóli                   20.0

8          Salaskóli D                    19,5

9          Salaskóli C                    19,5

10         Rimaskóli C                   19,0

11         Smáraskóli                    19,0

12         Ölduselsskóli                 18,5

13         Salaskóli B                    18,5

14         Vættaskóli A                 18,5

15         Sæmundarskóli             18,5

16         Snælandsskóli               18.0

17         Landakotskóli                18.0

18         Hofsstaðasskóli B          17,5

19         Rimaskóli D                   17.0

20         Vættaskóli B                 17.0

21         Rimaskóli B                   17.0

22         Salaskóli E                    16,5

23         Hörðuvallaskóli B           16,5

24         Fossvogsskóli B            16,5

25         Vesturbæjarskóli A        16,5

26         Álfhólsskóli B                16.0

27         Fossvogsskóli A            15.0

28         Kelduskóli-Korpa            14,5

29         Álfhólsskóli C                14,5

30         Melaskóli B                   14.0

31         Selásskóli                     12,5

32         Breiðagerðisskóli           12,5

33         Vesturbæjarskóli B        11,5

 
Nánari úrslit á skak.is eða á http://chess-results.com/tnr68535.aspx?art=0&lan=1
Myndasafn
frá mótinu eftir Hrafn Jökulsson á síðunni : http://skak.blog.is/album/slandsmot_barnaskolasveita_2012/
Nánari
fréttir birtast síðan á http://skak.blog.is/blog/skak/

Liðsstjóri Salaskólaliðanna var Tómas Rasmus.

Páskabingó foreldrafélagsins

Fimmtudaginn 22. mars n.k. verður haldið hið geysivinsæla páskabingó.
Tímasetningar eru sem hér segir: 
Yngri bekkir  (1. – 5. bekkir):  17:00 – 19:00
Eldri bekkir (6. – 10. bekkir): 20:00 – 22:00
Öll fjölskyldan að sjálfsögðu velkomin með börnunum.
Bingóspjaldið er á 300 kr. ATH: það er ekki posi á svæðinu og því mikilvægt að vera með peninga.
Stórglæsilegir vinningar, meðal gefanda eru: Stöð2 sport, Reynir Bakari, Sala-Grill, Sena, Rafha, Dominos, LaserTag, Modus og margir margir fleirri.  Já og auðvitað alveg heill hellingur af páskaeggjum 🙂
Hægt að skoða frekari kynningu á þessum hlekk –>  http://youtu.be/X2x-V-SJL38
Sjáumst á fimmtudaginn !!!!

_Kp_sveitak_yngstu_meistarar

Salaskóli sigraði þrefalt í Sveitakeppni Kópavogs 2012

_Kp_sveitak_yngstu_meistarar


Sveitakeppni Kópavogs var haldin hér í Salaskóla föstudaginn 18. febrúar. Öll lið Salaskóla í þremur aldursflokkum sýndu sinn allra besta árangur og endaði Salaskóli í fyrsta sæti samanlagt. Við óskum krökkunum okkar innilega til  hamingju með þennan frábæra árangur. Á meðfylgjandi mynd eru yngstu meistarar skólans. Betur má lesa um úrslitin með því að smella á hnappinn Nánar.  

 

Úrslit úr Sveitakeppni Kópavogs 2012

         

Röð        Yngsti flokkur 1.-4. b     vinn      

1             Salaskóli 1                      17,5      

2             Hörðuvallaskóli 1             16,0      

3             Salaskóli 2                      15,5      

4             Kársnesskóli 1                 14,5      

5             Snælandsskóli 1              13,0      

6             Smáraskóli 1                   11,5      

7             Salaskóli 3                      10,0      

8             Hörðuvallaskóli 2              9,0       

9             Hörðuvallaskóli 3              8,5       

10           Smáraskóli 2                    4,5

Sigurlið Salaskóla

1b Axel Óli Sigurjónsson

2b Björn Breki Steingrímsson

3b Ívar Andri Hannesson

4b Jón Þór Jóhannasson

Mótsstjóri Helgi Ólafsson

 

Röð        Miðstig 5.- 7. bekkur       vinn

1             Salaskóli 1                        30,0

2             Álfhólsskóli 1                     29,0

3             Salaskóli 2                        24,5

4             Smáraskóli 1                     23,5

5             Hörðuvallaskóli 1                22,5

6             Salaskóli 3                         21,5

7             Kársnesskóli 1                   13,5

8             Vatnsendaskóli                  10,0

9             Kársnesskóli 2                     6,5

10           Skotta                                0,0

Sigurlið Salaskóla

1b Hilmir Freyr Heimisson          

2b Jón Smári Ólafsson

3b Jón Otti Sigurjónsson

4b Róbert Örn Vigfússon

1v Dagur Kárason

Mótsstjóri Smári Rafn Teitsson

 

Röð        Unglingar 8. -10. bekkur  vinn

1             Salaskóli 1                         16

2             Vatnsendaskóli                   14

3..4        Kópavogsskóli 1                   11

3..4        Álfhólsskóli 1                       11

5             Salaskóli 2                          4

6             Kópavogsskóli 2                   4

Sigurlið Salaskóla

1b Birkir Karl Sigurðsson

2b Baldur Búi Heimisson

3b Jónas Orri Matthíasson

4b Skúli E Kristjánsson Sigurz

Mótsstjóri Tómas Rasmus.

Innritun 6 ára barna og þeirra sem skipta um skóla

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í Salaskóla mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars. Innritað er á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 – 14:00. Við viljum helst að foreldrar komi í skólann með börn sín til að innrita. Vorskóli fyrir börnin verður í byrjun maí.

Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Haustið 2012 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 22. ágúst. Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast grunnskóladeild menntasviðs rafrænt á eyðublaði sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

oskudagur2012

Vampírur, Harry Potter og tómatsósa með fætur sjást á sveimi í Salaskóla!

oskudagur2012Líf og fjör er í Salaskóla í dag, öskudag, en  nemendur mæta í grímubúningum í skólann og glíma við hin margvíslegu verkefni. Í salnum er m.a. sungið og dansað en í kennslustofum og íþróttasal eru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíkja á. Það er t.d. hægt að búa til kókoskúlur, fara í leiki, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir una hag sínum vel og mikil stemmning er í skólanum. Endað er á pylsuveislu þar sem allir gæða sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir verða víða um skólann. Nemendur eru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsir á þá og fara vonandi heim með bros á vör eftir hádegið eftir velheppnaðan skóladag. Margar myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. 

lundarnirheimasida

Lundarnir í góðum gír

lundarnirheimasida

Nemendur í lundum sem eru sjöttubekkingar blésu til mikillar tónlistarveislu á dögunum í Klettgjá hér í Salaskóla að lokinni frábærri tónlistarviku þar sem æft var þrotlaust alla daga. Flutt var tónverk þar sem allir nemendur í lundum ásamt umsjónarkennaranum, honum Björgvini, spiluðu á hljóðfæri og komu að samningu verksins að einhverju leyti. Þema tónlistarveislunnar var náttfatapartý sem sýndi sig í fjörmikilli tónlist og miklu stuði. Stjórnandi þessarar uppákomu var hún Þórdís Heiða, tónlistarkennari, og henni til astoðar voru tónlistarnemendur úr tónskóla hér í borg. Margir komu og hlýddu á, jafnt nemendur skólans, foreldrar og utanaðkomandi gestir og lýstu þeir hrifningu sinni eftir á – á þessari skemmtilegu uppákomu. Já, lengi á eftir heyrðust menn söngla hér og þar um skólann aðalstefið úr tónverki lundanna.  Myndir.

Öskudagsgleði og vetrarleyfi

Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu.
Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum krökkunum svigrúm að mæta til kl. 9:00. Það gerum við til þess að þeir fái meiri tíma til að klæða sig ef þess þarf. Skóladagurinn verður styttri en venjulega og allt er búið kl. 12:00. Dægradvölin verður þá opin eins og venjulega til kl. 17:00.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að allir eiga að mæta þennan dag. Í fyrra báðu foreldrar 6 eða 7 barna um leyfi.
Á fimmtudag og föstudag er svo vetrarfrí í skólum Kópavogs.

P2140017

Fiskifræðingar framtíðarinnar?

P2140017
Krakkarnir í 8. bekk stóðu sig vel í náttúrufræðinni nú á dögunum þegar þau tóku sér krufningshníf í hönd og rannsökuðu fiskitegundina ýsu gaumgæfilega – að innan sem utan. Á myndum sem teknar voru má sjá að þau voru hvergi bangin í krufningunum. Í ljós kom meira að segja að ein ýsan var með eitthvað í kjaftinum sem reyndist vera kolkrabbi (sjá mynd). Kannski leynist í þessum hópi fiskifræðingar framtíðarinnar, hver veit.

100_dagar

Haldið upp á 100 daga í skólanum

100_dagar
Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum en það er orðin hefð í skólanum að gera sér dagamun þá. Ýmislegt skemmtilegt var gert í tilefni dagsins og viðfangsefnin tengd við töluna hundrað. Á einni stöðinni voru t.d. 10 skálar með góðgæti og þar áttu krakkarnir að tína 10 bita úr hverri skál niður í poka, samtals 100 stykki. Einnig voru föndraðar kórónur með tölunni 100 og hringir klipptir út úr pappír og settir saman í tugi og hundrað og hengdir í loftið.  Mikið fjör og krakkarnir skemmtu sér afar vel. Hér eru myndir frá hátíðinni.