Góðar niðurstöður fyrir Salaskóla

Salaskóli er þátttakandi í Skólapúlsinum sem mælir ýmis viðhorf nemenda í grunnskólum til skólans síns og skólastarfsins. Nokkrum sinnum á vetri tekur úrtak nemenda í 6. – 10. bekk þátt í könnun og yfir veturinn hafa allir nemendur í þessum bekkjum tekið þátt. Niðurstöður eru birtar jafnóðum og  þannig getur skólinn séð hvaða breytingar hafa orðið frá síðustu mælingu auk samanburðar við aðra sambærilega skóla.

Salaskóli hefur ævinlega komið vel út í Skólapúlsinum. Hér er ánægja af lestri vel yfir meðallagi sem og áhugi á stærðfræði og náttúruvísindum. Hvergi er meiri þátttaka nemenda í íþróttastarfi en hér, nemendur sýna mikla þrautseigju í námi og hafa trú á eigin vinnubrögð í náminu. Það segir sig því sjálft að nemendur Salaskóla hafa mun meira sjálfsálit en almennt gerist. Þá líður nemendum mjög vel og einelti er mun minna en í flestum samanburðarskólunum. Samband nemenda við kennara er meira en almennt gerist og sama er að segja um aga í tímum.

Þetta eru sannarlega góðar niðurstöður og góð hvatning fyrir samfélagið hér í Salaskóla.

Birt í flokknum Fréttir.