12. apríl ætlum við að fara í skíðaferð í Bláfjöll með unglingadeild skólans. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:00 og nemendur eiga því ekki að mæta fyrr en þá. Lagt af stað úr Bláfjöllum kl. 14:00. Við sjáum um samloku í hádeginu en annað nesti og alla drykki þurfa nemendur að koma með. Athugið, alla drykki, líka með samlokunni í hádeginu. Allir verða að koma vel klæddir og með nóg af hlýjum aukafötum. Ekki gleyma húfum, vettlingum og ullarsokkum.
Skólinn borgar rútukostnað en nemendur greiða sjálfir lyftukort og fyrir leigu á skíðabúnaði, ef um slíkt er að ræða. Verð fyrir daginn er 1700 kr. fyrir skíða- eða brettapakka. Lyftukortið er á 500 kr.
Við verðum með margreynda úrvals skíðakennara með okkur sem kennir bæði byrjendum og lengra komnum.
Biðjum ykkur um að kíkja á heimasíðuna kl. 8 að morgni 12. apríl og sjá hvort ekki verði örugglega farið.