Niðurstöður samræmdu könnunarprófanna í 4. og 7. bekk voru að koma til okkar og krakkarnir koma með sínar niðurstöður heim í dag. Niðurstöðurnar eru ljómandi góðar og framfarir 7. bekkinga frá því í 4. bekk mjög miklar. Meðaltal 7. bekkjar er nú á landsmeðaltali en talsvert vantaði upp á það í 4. bekk. 4. bekkur er nú á landsmeðaltali. Venjan hér í Salaskóla er sú að nemendur sýna góðar framfarir á milli prófa í 4. og 7. bekk og 7. og 10. bekk. Þessar niðurstöður staðfesta þá tilhneigingu. Einnig höfum við fengið staðfestingu frá Námsmatsstofnun að framfarastuðull á milli prófa er hærri hér en almennt gerist. Við erum mjög sátt við það. Það sýnir okkur að við erum að gera vel í kennslunni.
Category Archives: Fréttir
Allir geta eitthvað, enginn getur allt – dagurinn 21. október
Nú í október er vakin sérstök athygli á ADHD í þeim tilgangi að auka skilning í samfélaginu á þessum eiginleika sem svo margir fá í vöggugjöf.
Næst komandi miðvikudag ætlum við að huga að þessu hér í Salaskóla og hafa dag þar sem við minnum okkur á að “allir geta eitthvað, enginn getur allt”. Í öllum bekkjum fá nemendur tækifæri til að segja bekkjarfélögum sínum í hverju þeir eru góðir og við hvað þeir þurfa hjálp eða vilja bæta sig í. Þetta þarf ekki að snúast einungis um í hverju maður er góður í skólanum. Getur t.d líka verið góður vinur, hjálpsamur, góður að gera eitthvað heima o.s.frv. Hér er líka tækifæri til að segja frá einhverju sem maður er góður í og fáir vita um.
Heimaverkefni allra nemenda Salaskóla fyrir miðvikudag er að velta þessu fyrir sér og búa til stutta kynningu þar sem þetta kemur fram. Við biðjum foreldra um að hjálpa börnum sínum við þetta.
Þeir nemendur sem treysta sér ekki í þetta er leyfilegt að segja “pass” – það er í góðu lagi.
Með þessu viljum við undirstrika að við erum öll sérstök, hvert á sinn hátt og allir búa yfir styrkleika sem þarf að rækta sérstaklega.
Í tilefni dagsins verður öllum nemendum boðið upp á kökubita.
Skólakórinn – æfingar hefjast 20. október
Skólakór Salaskóla byrjar vetrarstarf sitt á morgun, þriðjudag. Kór fyrir 3. – 4. bekk verður frá 14:15 – 15:00 í stóru tónmenntastofunni og fyrir 5. – 6. bekk kl. 15:00 – 15:45. Allir áhugasamir krakkar, bæði strákar og stelpur, hvattir til að mæta. Kórstjóri er Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Æfingar verða svo á mánudögum og þriðjudögum á þessum tíma.
Starfsáætlun Salaskóla 2015-2016
Nú er starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið komin á vefinn. Hvetjum foreldra og alla til að kynna sér hana. Farið inn á http://salaskoli.is – smellið á skólanámskrá og svo starfsáætlun. Eða bara smellið hér.
Foreldraviðtalsdagur 13. október
Þriðjudaginn 13. október eru foreldraviðtöl í Salaskóla. Foreldrar bóka viðtölin í mentor og við opnum fyrir bókun 7. október og lokum sunnudaginn 11. októrber. Leiðbeiningar um bókun eru á þessum tengli https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g.
Dægradvölin er opin á foreldraviðtalsdaginn.
Skemmtilegt á fjölgreindaleikum
Fjórtándu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á fimmtudag og föstudag 1. og 2. október. Þá er nemendum skipt í ca. 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Myndirnar sýna vel stemninguna sem er jákvæð og skemmtileg.
Myndir frá fjölgreindaleikum – fyrri dagur
Myndir 2015 – 2016
September
Október
Fjölgreindaleikar 1. okt. fyrri dagur
Fjlölgreindaleikar – starfsfólk
Nóvember
Desember
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní