Vont veður, verum slök

Ágætu nemendur og foreldrar í Salaskóla – vond veðurspá í fyrramálið og þið skulið því fylgjast vandlega með tilkynningum í útvarpi og fréttamiðlum strax í fyrramálið. Tilkynning um hvort það verður skóli eða ekki verður send út um kl. 7. Við í skólanum tökum enga ákvörðun um það heldur er það gert af slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mögulega getum við sem vinnum í skólanum átt erfitt með að komast í vinnu til að opna skólann og því er líka nauðsynlegt að fylgjast með tilkynningu hér á heimasíðu skólans og á facebook um hvort einhver sé búinn að opna húsið. Ekki leggja af stað fyrr en það liggur fyrir. Og ekki reyna að hringja í skólann, við höfum örugglega nóg annað að gera en að svara í símann. Svör við öllum spurningum verða á hér eða á facebooksíðu skólans. Verum bara slök og önum ekki út í vitlaust veður – það er algjjör óþarfi.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .