Skólakórinn – æfingar hefjast 20. október

Skólakór Salaskóla byrjar vetrarstarf sitt á morgun, þriðjudag. Kór fyrir 3. – 4. bekk verður frá 14:15 – 15:00 í stóru tónmenntastofunni og fyrir 5. – 6. bekk kl. 15:00 – 15:45. Allir áhugasamir krakkar, bæði strákar og stelpur, hvattir til að mæta. Kórstjóri er Fjóla Kristín Nikulásdóttir. Æfingar verða svo á mánudögum og þriðjudögum á þessum tíma.

Birt í flokknum Fréttir.