Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í sal Salaskóla þriðjudaginn 4. september kl. 1730 – 1830. Foreldrar hvattir til að mæta.
Category Archives: Fréttir
Skólasetning 23. ágúst
Salaskóli verður settur fimmtudaginn 23. ágúst n.k. Nemendur eiga að mæta sem hér segir:
Kl. 8:30 – 2. 3. og 4. bekkur
Kl. 9:30 – 5. 6 og 7. bekkur
Kl. 10:30 – 8. 9. og 10. bekkur
Nemendur mæta í anddyri skólans og fara síðan í kennslustofur með kennurum sínum. Foreldrar eru velkomnir með börnunum.
Nemendur sem eru að byrja í 1. bekk verða boðaðir í einstaklingsviðtöl með foreldrum sínum 22. og 23. ágúst.
Fyrsti skóladagurinn hjá 1. bekk er 24. ágúst.
Útskrift 10. bekkinga miðvikudaginn 6. júní
Útskrift 10.bekkinga verður miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Ef t.d. afi og amma vilja koma með eru þau velkomin. Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur ávarpa og afhenda vitnisburð. Að útskrift lokinni er kaffisamsæti í boði foreldra og skólans.
Skólaslit fimmtudaginn 7. júní
Skólaslit Salaskóla verða fimmtudaginn 7. júní nk. og eiga nemendur að mæta sem hér segir:
Kl. 9:30 – 1. bekkur, 3. bekkur, 5. bekkur, 7. bekkur og 9. bekkur
Kl. 10.00 – 2. bekkur, 4. bekkur, 6. bekkur og 8. bekkur.
Nemendur mæta í anddyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.
Fræðslufundir um netfíkn fyrir foreldra í 5. – 8. bekk
Næsta föstudag, 2. mars, verður fræðslufundur um netfíkn hér í Salaskóla fyrir foreldra og nemendur í 5. og 6. bekk. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra og það er mjög mikilvægt að allir foreldrar mæti, eiginlega bara skyldumæting. Fundurinn hefst kl. 815 og er í klukkukstund. Þegar Eyjólfur Örn hefur rætt við foreldra mun hann halda fund með nemendum.
6. mars verður svo annar fundur fyrir foreldra í 7. og 8. bekk og þeir sem eiga líka börn í þeim árgöngum þurfa aðeins að mæta á annan fundinn.
Innritun fyrir næsta skólaár
Vitlaust veður í fyrramálið
Veðurstofan spáir vitlausu veðri í fyrramálið í Kópavogi og víðar.
Veðrið verður að líkindum mjög slæmt þegar krakkar halda af stað i
skólann og foreldrar í vinnu. Eins og endranær munum við opna skólann
á réttum tíma foreldrar verða sjálfir að meta hvort og hvenær þeir
koma börnum sínum í skólann. Líklegt er að færð spillist og umferð
gangi treglega og auðvitað er líka spurning um hvort yfirleitt sé
skynsamlegt fyrir fólk að halda af stað meðan veðrið er sem verst. Það
verða því allir að fylgjast vel með og alls ekki að senda yngri börn
án þess að fylgja þeim. Fylgist með tilkynningum í fyrramálið.
Biðjum alla að setja öryggið framar öllu. Ef allir fara af stað rétt
um átta á bílum sínum og aka börnum sínum í skólann verður
umferðaröngþveiti þar og ástand verður hættulegt. Við mælum því með
því að þið takið því bara rólega í fyrramálið og skutlið krökkunum
þegar þið sjálf treystið ykkur til að fara á bílnum í vinnuna.
Það er mikið álag á skrifstofu Salaskóla undir þessum kringumstæðum og
við biðjum ykkur ekki um að hringja í skólann nema erindið sé mjög
brýnt. Sendið frekar tölvupóst á ritari@salaskoli.is
Notið hringtorgið við skólann
Ef þið þurfið að aka börnunum í skólann t.d. vegna leiðinda veðurs þá biðjum við ykkur um að nota hringtorfið við skólann til að sleppa þeim út. Það er miklu öruggara en að fara inn á bílaplanið. Strætó er hættur að fara í hringtorgið og þetta er því í góðu lagi. Ef það er mikil traffík þá er hringtorgið stórt og nóg pláss sem sjálfsagt er að nota. Við höfum einnig fengið ábendingar um að einhverjir fara í Suðursali og hleypi börnum út þar. Það skapar óþarfa hættu þar. Notið frekar hringtorgið við skólann.
Förum varlega í umferðinni!