mia.jpg

Fræðslufundir um netfíkn fyrir foreldra í 5. – 8. bekk

Næsta föstudag, 2. mars, verður fræðslufundur um netfíkn hér í Salaskóla fyrir foreldra og nemendur í 5. og 6. bekk. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur fræðir foreldra og það er mjög mikilvægt að allir foreldrar mæti, eiginlega bara skyldumæting. Fundurinn hefst kl. 815 og er í klukkukstund. Þegar Eyjólfur Örn hefur rætt við foreldra mun hann halda fund með nemendum.

6. mars verður svo annar fundur fyrir foreldra í 7. og 8. bekk og þeir sem eiga líka börn í þeim árgöngum þurfa aðeins að mæta á annan fundinn.

Birt í flokknum Fréttir.