Skólasetning 23. ágúst

Salaskóli verður settur fimmtudaginn 23. ágúst n.k. Nemendur eiga að mæta sem hér segir:

Kl. 8:30 – 2. 3. og 4. bekkur
Kl. 9:30 – 5. 6 og 7. bekkur
Kl. 10:30 – 8. 9. og 10. bekkur

Nemendur mæta í anddyri skólans og fara síðan í kennslustofur með kennurum sínum. Foreldrar eru velkomnir með börnunum.

Nemendur sem eru að byrja í 1. bekk verða boðaðir í einstaklingsviðtöl með foreldrum sínum 22. og 23. ágúst.
Fyrsti skóladagurinn hjá 1. bekk er 24. ágúst.

Birt í flokknum Fréttir.