Forritunarvika – Klukkustund kóðunar

Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan verður haldin dagana 3. – 9. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum.

Búið er að skrá Salaskóla til þátttöku og munu allir nemendur skólans taka þátt í forritunarvikunni. Kennsluefnið má m.a. finna á vefslóðinni https://hourofcode.com/us/is/learn . Boðið er upp á verkefni á íslensku en einnig má finna fullt af verkefnum á ensku sem og 43 öðrum tungumálum á vefsíðunni. Vefsíðan er mjög aðgengileg og einföld í notkun og því ættu nemendur að geta valið sér verkefni eftir aldri og áhugasviði og unnið jafnvel heima ef áhugi er fyrir því.

Hér má sjá kynningarmyndband um Hour of Code. 

Birt í flokknum Fréttir.