Skólasetning föstudaginn 23. ágúst, breyting

Salaskóli verður settur föstudaginn 23. ágúst og eiga nemendur að mæta sem hér segir. 

Kl. 10:00 8.-10. bekkur

Kl. 11:00 5. – 7. bekkur

Kl. 12:00 2. – 4. bekkur

Nemendur mæta í anddyri skólans, þar sem skólinn verður formlega settur, farið yfir áherslur í skólastarfinu, breytingar og nýjungar og nýir starfsmenn á stiginu kynntir. 

Að því loknu fylgja nemendur kennurum sínum í kennslustofu. Þar fara kennarar yfir ýmis mál sem snúa að náminu og kennslunni, skipulagið í árganginum, umgengni um ritföng o.fl. 

Markmiðið skólasetningardagsins er að hefja skólaárið á jákvæðan hátt, losa um spennu og efla félagatengsl. 

Við teljum mikilvægt að foreldrar komi með börnum sínum og fái þannig innsýn inn í starf og áherslur skólans á komandi skólaári, ásamt því að hitta kennara og aðra foreldra. 

Við gerum ráð fyrir að þessi athöfn taki u.þ.b. 45 mínútur, verði alls ekki lengri en klukkustund. 

10. bekkur í útskriftarferð

Krakkarnir í 10. bekk vöknuðu fyrir allar aldir í morgun. Þeim var boðið í girnilegan morgunverð í skólanum í boði foreldrafélagsins. Að honum loknum skunduðu þau út í rútu sem færði þau á vita ævintýra einhvers staðar úti á landi. Þetta er síðasta verkefni þeirra hér í skólanum og af því tilefni stilltu þau sér fallega upp fyrir myndatöku.

Útivera, leikir og keppnir

Það er mikið um að vera síðustu skóladagana í Salaskóla. Við notum útisvæðið mikið á þessum árstíma og góða veðrið undanfarnar vikur hefur komið sér vel. Í dag og á morgun eru 8. og 9. bekkur með Salaskólaleikana sína. Keppa í alls konar skemmtilegum hópleikjum. Á myndinni má sjá ofan á nokkra leiki.

sumarlestur.jpg

Skólaslit föstudaginn 7. júní

Skólaslit Salaskóla verða föstudaginn 7. júní sem hér segir:
 
kl. 9:30:
1. bekkur
3. bekkur
5. bekkur
7. bekkur
9. bekkur
 
kl. 10:00:
2. bekkur
4. bekkur
6. bekkur
8. bekkur
 
Nemendur mæta í andyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.
loa.jpg

Útskrift 10. bekkinga fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00

Útskrift 10.bekkinga í Salaskóla verður fimmtudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur og kennarar ávarpa og afhenda vitnisburð. Að útskrift lokinni er kaffisamsæti í boði foreldra og skólans.

Allir foreldrar koma með eitthvað á kaffiborðið og iðulega hafa þeir lagt sig fram við að baka eitthvað til að gera þetta sem glæsilegast. Ef einhver lendir í algjörri tímaþröng má náttúrulega redda sér með því að kaupa osta og kex t.d. út í búð. Útskriftarveislur þessar hafa verið með þeim glæsilegustu sem um getur hér í hverfinu og við viljum halda þeim sið.

Skákmeistarar Salaskóla 2019

Í morgun voru afhent verðlaun til þeirra sem bestum árangri náðu í skák í skólanum á þessu skólaári. Þeir voru þessir:

Skákmeistari Salaskóla 2019:

Gunnar Erik (6.árg.)

Skákmeistarar aldursstiga:

8.-10. árg.:

1. sæti: Sindri Snær (10.árg.) Skákmeistari 8.-10. árg.

2. sæti: Samúel Týr (8.árg.)

3. sæti: Axel Óli (10. árg.)

5.-7. árg:

1. sæti: Gunnar Erik (6. árg). Skákmeistari í 5.-7. árg.

2. sæti: Ottó Andrés (7.árg.)

3. sæti: Birnir Breki (7. árg.)

1.-4. árg:

1. sæti: Daníel (4.árg.). Skákmeistari 1.-4. árg.

2. sæti: Ólafur Fannar (4. árg.)

3. sæti: Dagur Andri (2.árg.)

Árgangameistarar:

10. árg.: Sindri Snær
9. árg.: Tryggvi
8. árg.: Samúel Týr
7. árg.: Ottó Andrés
6. árg.: Gunnar Erik
5. árg.: Katrín María
4. árg.: Daníel
3. árg.: Elín Lára
2. árg.: Dagur Andri
1. árg.: Aron Bjarki

Tveir nemendur Salaskóla á norrænni ráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl

Miðvikudaginn 10. apríl verður haldin í Reykjavík norræn ungmennaráðstefna um sjálfbæran lífsstíl. Þar verður fjallað um ábyrga neyslu og er ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Tilgangurinn er að leiða saman ungt fólk, valdhafa og atvinnurekendur frá öllum norrænu löndunum og ræða lausnir sem leiða til ábyrgari lífsstíl. Allir norrænu umhverfisráðherrarnir taka þátt, en Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun setja ráðstefnuna og Katrín Jakobsdóttir flytur lokaávarp.
Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg ávarpar. Þar sem Thunberg flýgur ekki, sá hún sér ekki fært að koma til Íslands, heldur ávarpar ráðstefnuna á myndbandi.
Þar sem Salaskóli var nýlega viðurkenndur sem UNESCO skóli var skólanum boðið að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna. Hrefna Karen Pétursdóttir og Ingibjörg Finnbjörnsdóttir, báðar í 10. bekk verða fulltrúar skólans á ráðstefnunni.