Skólasetning föstudaginn 23. ágúst, breyting

Salaskóli verður settur föstudaginn 23. ágúst og eiga nemendur að mæta sem hér segir. 

Kl. 10:00 8.-10. bekkur

Kl. 11:00 5. – 7. bekkur

Kl. 12:00 2. – 4. bekkur

Nemendur mæta í anddyri skólans, þar sem skólinn verður formlega settur, farið yfir áherslur í skólastarfinu, breytingar og nýjungar og nýir starfsmenn á stiginu kynntir. 

Að því loknu fylgja nemendur kennurum sínum í kennslustofu. Þar fara kennarar yfir ýmis mál sem snúa að náminu og kennslunni, skipulagið í árganginum, umgengni um ritföng o.fl. 

Markmiðið skólasetningardagsins er að hefja skólaárið á jákvæðan hátt, losa um spennu og efla félagatengsl. 

Við teljum mikilvægt að foreldrar komi með börnum sínum og fái þannig innsýn inn í starf og áherslur skólans á komandi skólaári, ásamt því að hitta kennara og aðra foreldra. 

Við gerum ráð fyrir að þessi athöfn taki u.þ.b. 45 mínútur, verði alls ekki lengri en klukkustund. 

Birt í flokknum Fréttir.