Könnun á viðhorfum foreldra

Við erum nú að kanna viðhorf foreldra skólastarfsins. Þetta er liður í því að bæta skólastarfið og afar mikilvægt fyrir okkur nú í undirbúningi fyrir næsta skólaár. Við viljum því hvetja foreldra til að svara könnuninni. Niðurstöður verða birtar fljótlega eftir að könnun er lokið. Könnuninni verður lokað 19. apríl.

Í raun er um þrjár kannanir að ræða, eina fyrir yngsta stig, aðra fyrir miðstig og þá þriðju fyrir unglingastig.

Foreldrar fá línk inn á könnunina senda í tölvupósti. Ef einhver fær hann ekki er hann beðinn um að senda okkur línu eða hringja og fá aðgang. Netfangið er hafsteinn@kopavogur.is og síminn 570 4600.

Verri spá fyrir Bláfjöll

Spáin fyrir Bláfjöll á miðvikudag, 2. apríl er nú heldur verri en í morgun. Skv. upplýsingum frá starfsmönnum i fjöllunum er óvíst um opnun þar á morgun gangi spáin eftir. Biðjum fólk að fylgjast með hér á heimasíðunni á miðvikudagsmorgun. 

Stórmót í skák í Salaskóla

Nú um helgina fer fram hér í Salaskóla sveitakeppni grunnskóla, nemenda í 1. – 7. bekk, í skák. Salaskóli er með þrjú lið. Mikil spenna ríkir en úrslit verða ekki kunn fyrr en seinnipartinn á sunnudag. Teflt er frá kl. 13:00 – 17:30 bæði laugardag og sunnudag.

Um 500 foreldrar í morgunkaffi

Í morgun komu foreldrar langvía og drukku morgunkaffið sitt með skólastjóranum. Samkvæmt bókhaldi okkar hafa þá foreldrar nemenda í öllum bekkjum skólans komið á morgunfund í vetur, rætt við skólastjórnendur og skoðað skólastarfið.

Hátt í 500 foreldrar hafa setið með okkur í morgunkaffi í vetur. Við erum afar ánægð með þann áhuga sem foreldrar sýna skólastarfinu með því að taka þátt í þessu með okkur. Allir hafa fyllt út blöð þar sem á að skrifa það sem er gott í starfi skólans og hvað mætti betur fara. Við erum byrjuð að vinna úr blöðunum og gerum ráð fyrir að fljótlega liggi fyrir skýrsla um þetta mat foreldra á skólastarfinu.

Við munum svo taka upp þráðinn í haust og stefnum að því að ljúka kaffiboðunum fyrir áramót.