Könnun á viðhorfum foreldra

Við erum nú að kanna viðhorf foreldra skólastarfsins. Þetta er liður í því að bæta skólastarfið og afar mikilvægt fyrir okkur nú í undirbúningi fyrir næsta skólaár. Við viljum því hvetja foreldra til að svara könnuninni. Niðurstöður verða birtar fljótlega eftir að könnun er lokið. Könnuninni verður lokað 19. apríl.

Í raun er um þrjár kannanir að ræða, eina fyrir yngsta stig, aðra fyrir miðstig og þá þriðju fyrir unglingastig.

Foreldrar fá línk inn á könnunina senda í tölvupósti. Ef einhver fær hann ekki er hann beðinn um að senda okkur línu eða hringja og fá aðgang. Netfangið er hafsteinn@kopavogur.is og síminn 570 4600.

Birt í flokknum Fréttir.