Allir flottir á fjölgreindaleikum

Myndir frá báðum dögum fjölgreindaleika inni á myndasafni skólans

Þegar fréttasnápur salaskola.is fór á stúfana í morgun var margt sem bar fyrir augu á seinni degi fjölgreindaleika Salaskóla. Furðuverur voru alls staðar á sveimi innan um krakkana eins og fyrr. Áhuginn var engu minni en daginn áður og liðin með liðsstjórana í fararbroddi virtust taka mjög vel á því og standa sig með miklum sóma.

Á kollhnísstöðinni voru sýnd kollhnís af ýmsum gerðum – bæði aftur á bak og áfram. Mjög flott! Heljarstökk á trambolín fóru fram hjá stöðvarstjóra nokkrum sem reyndist vera hjúkrunarfræðingur eða kannski læknir. Enda eins gott að hafa hjúkrunarfólk í húsi á fjölgreindaleikum. Bakarinn hvatti krakkana áfram í skákinni að þessu sinni (en ekki í bakstrinum). Við eitt borðið stóð jólatré sem hreyfðist og gat talað. Það reyndist vera að hjálpa krökkum að sauma. Stórfurðulegt! Galdranorn tók á móti krökkum í einni stofunni og lokaði á eftir þeim … en krakkarnir voru brosandi fyrir innan dyrnar svo þetta var allt í lagi. Ábúðarmikil sjóræningjakona var búin að hertaka smíðastofu skólans og rændi nokkrum nemendum til sín. Síðan heyrðist sög sett í gang og einhver að pússa. Hvað skyldi vera að gerast?

Já, það er margt skrítið sem gerist á fjölgreindaleikum í Salaskóla Wink

steinunn.jpg

sma2.jpg

kollhns.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kollhnís aftur á bak 

     Jólatré sem hreyfist!                 Sjóræninginn í smíðunum

Birt í flokknum Fréttir og merkt .