Foreldrar nemenda í 7. og 10. bekk í morgunkaffi í 41. viku

Í þessari viku hafa foreldrar nemenda í 4. bekk komið í morgunkaffi til skólastjórnenda. Mæting hefur verið afar góð og umræður fínar.

Í 41. viku ársins, 5. – 11. október eru foreldrar nemenda í 7. og 10. bekk Salaskóla boðnir í morgunkaffi með skólastjórnendum. Það er mjög mikilvægt að foreldrar mæti því brýn mál eru til umræðu. Í 7. bekk er samræmt könnunarpróf framundan ásamt ferð í skólabúðirnar á Reykjum. 10. bekkur er á sínu síðasta ári í grunnskóla og við ætlum að kynna breytingar á lögum sem varða skólalok nemenda, ásamt því sem við þurfum að koma undirbúningi undir útskriftarferð í gang. Og svo náttúrulega mörg önnur mál.
Fundirnir hefjast kl. 8:10 á kennarastofunni. Þar spjöllum við saman og endum svo á því að kíkja til bekkjarins. Fundirnir eru sem hér segir:

Þriðjudagur    7.okt    kjóar
Miðvikudagur 8.okt    fálkar
Fimmtudagur 9.okt    ernir    
Föstudagur    10.okt    krummar

Mikilvægt að a.m.k. einn mæti frá hverjum nemanda, en við hvetjum auðvitað bæði pabba og mömmur til að mæta.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .