Ávextir í 1. – 5. bekk

199 foreldrar svöruðu könnun okkar um ávextina. Niðurstöður voru þær að 158 kváðust vilja að skólinn sæi um ávextina gegn 30 kr. greiðslu frá foreldrum á dag. 41 sagðist fremur vilja senda börn sín með nesti.

 

Við höfum því ákveðið að bjóða foreldrum nemenda í 1. – 5. bekk að kaupa ávexti í áskrift fyrir 30 kr. á dag.

 

Til að einfalda okkur vinnuna biðjum við þá sem ætla ekki að vera í ávaxtaáskrift að láta okkur vita með því að senda okkur tölvupóst á ritari@salaskoli.is eða svara þessum tölvupósti. Við gerum ráð fyrir að þeir sem láta okkur ekki vita, ætli að kaupa áskrift. Mikilvægt er þeir sem ekki ætla að vera með svari strax og eigi síðar en fimmtudaginn 21. október.

Birt í flokknum Fréttir.