Vegna umræðu um byrjendalæsi

Salaskóli hefur stuðst við aðferðafræði byrjendalæsis í nokkur ár. Jafnframt höfum við tekið þátt í verkefninu læsi til náms sem er fyrir eldri nemendur. Í báðum þessum verkefnum hefur skólinn fengið ráðgjöf frá Háskólanum á Akureyri. Frá því að við tókum þessar aðferðir upp hefur árangur Salaskóla á samræmdum prófum í 4. bekk farið upp á við. Þetta má sjá í skýrslum um samræmd próf. 

Margir skólar í Kópavogi vinna eftir aðferðafræði byrjendalæsis og árangur þeirra á samræmdum prófum er að jafnaði mjög góður.

Í umræðunni hefur komið fram mikill misskilningur um aðferðafræði byrjendalæsis og fullyrðingar um að hún byggi ekki á vísindalegum aðferðum eru úr lausi lofti gripnar. Fjölmargar erlendar rannsóknir eru að baki þessarar aðferðafræði enda byggir hún á ýmsum kennsluaðferðum sem hafa verið þrautreyndar og rannsakaðar víða um heim.Umræðan hefur einkum verið út frá minnisblaði frá Menntamálastofnun um árangur skóla sem nota byrjendalæsi á samræmdum prófum í 4. bekk. Samræmd próf eru eins og kunnugt er afar takmarkað mælitæki og alls ekki algilt.Lestrarkennsla í Salaskóla hefur eflst mjög með innleiðingu byrjendalæsis og við munum svo sannarlega halda áfram á sömu braut. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur byrjendalæsi vísum við á lesvefinn  http://lesvefurinn.hi.is/node/241

Birt í flokknum Fréttir.