Tölvupóstur í samskiptum heimila og skóla

Tölvupóstur í samskiptum heimila og skóla

Leiðbeiningar fyrir foreldra

Hvenær á að nota tölvupóst?

  • Tilkynna veikindi – ef skólinn tekur við tilkynningum í tölvupósti
  • Leita upplýsinga
  • Hrósa kennara/skóla fyrir það sem vel er gert
  • Gera athugasemdir um það sem þér finnst miður fara

Hvenær á ekki að nota tölvupóst?

  • Ekki ræða viðkvæm, persónuleg mál í tölvupósti – hringja og panta viðtal
  • Þegar maður er reiður og illa upp lagður

Tölvupóstur er ekki öruggur

  • Aðrir geta lesið póstinn
  • Pósturinn getur “óvart” farið á annað/önnur netföng
  • Ekki er hægt að eyða bréfi sem hefur verið sent eða breyta því á nokkurn hátt
  • Þegar bréf hefur verið sent er það til, óvíst er að viðtakandi eyði því, heldur geymi það í tölvunni – jafnvel sendi það áfram til fleiri aðila eða prenti það út og sýni fleirum
  • Ekki er 100% öruggt að tölvupósturinn skili sér, frekar en sniglapóstur
  • Bréfi send í tölvupósti hafa verið gögn í dómsmáli hér á landi

Skýr, hnitmiðuð skilaboð

  • Ekki senda löng skeyti. Hafðu textann hnitmiðaðan og skýran, þannig að skilaboðin komist klárlega til skila. Fáir gefa sér tíma til að lesa langan texta í tölvunni. Skeytin eiga að vera svo stutt að ekki þurfi að prenta þau út.
  • Viðtakandi getur “lesið á milli línanna” og túlkað sjálfur og fengið þannig önnur skilaboð en sendandi hafði ætlast til. Þess vegna þarf textinn að vera skýr og augljós. Varist hálfkveðnar vísur.

Trúnaðarmál á ekki að ræða í tölvupósti

  • Tölvupóst á ekki að nota til að ræða viðkvæm mál
  • Aldrei senda trúnaðarmál í tölvupósti – þá er betra að hringja eða hittast augliti til auglitis

Viðhengi og auglýsingar

  • Tölvupóstur er einfalt, þægilegt og fljótlegt samskiptaform
  • Tölvupóstur er ákjósanlegur í almennum samskiptum við einstaka kennara eða skólann
  • Tölvupóstur er fínn til að koma skilaboðum til skólans
  • Sendið ekki auglýsingapóst eða ruslpóst á kennara
  • Notið viðhengi í miklu hófi. Viðhengi eru stór skjöl sem taka langan tíma í að hlaðast inn í tölvu viðtakanda. Slíkt pirrar fólk. Ekki á að senda viðhengi á einstaka kennara nema þeir vita af því áður.

Sýnið alltaf kurteisi

  • Aldrei skrifa bréf í reiði, bíða þar til hún rennur
  • Ef þú ert í vafa um hvort þú eigir að senda bréfið, ekki senda það. Láttu einhvern eða einhverja lesa það yfir
  • Aldrei láta hanka þig á ókurteisi, dónaskap eða ruddaskap
  • Það sem þú lætur fara frá þér í tölvupósti lýtur sömu lögum og annað ritað mál. Varastu því að láta frá þér fara óhróður um fólk og stofnanir, jafnvel þó þér finnist einhver eiga það skilið!
Birt í flokknum Fréttir.