Til foreldra í 1. – 4. bekk

Ritfangaverslanir auglýsa nú rækilega tilboð sín til foreldra skólabarna. Heimkaup hefur sett lista allra skóla upp á heimasíðu sinni en þegar listar okkar í Salaskóla eru bornir saman við listana sem eru á heimasíðu verslunarinnar ber þeim ekki saman. Þetta á við um 1. – 4. bekk.

Þar verðum við með sameiginleg innkaup á ýmsum vörum og höfum því ekki sett þá á listana. Biðjum ykkur um að athuga þetta og miða innkaupin við það sem á okkar listum stendur en þeir eru allir á heimasíðu skólans. Svo minnum við ykkur bara á að kanna hvað er til síðan síðasta vetur því óþarfi er að kaupa það sem er til. 

Birt í flokknum Fréttir.