Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn fimmtudag. Allir upplesarar stóðu sig með prýði og munu þau Agnes Elín, Bjarki Þór og Sigríður Maren taka þátt fyrir hönd Salaskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Salnum Kópavogi í næsta mánuði. Þar munu þátttakendur úr 7.bekk frá öllum grunnskólum Kópavogs taka þátt.
Með á myndinni eru dómarar keppninnar þau Kristín Sigurðardóttir skólastjóri, Guðmundur Karl sóknarprestur í Lindakirkju og Hulda Björnsdóttir deildarstjóri.
Óskum við nemendum okkar innilega til hamingju og gangi þeim vel þann 13.apríl.
Birt í flokknum Fréttir.