Skólaþing

Á fimmtudaginn, 12. febrúar, ætlum við að halda Skólaþing með nemendum í 5. – 10. bekk. Þá skiptum við krökkunum í þessum bekkjum í ca 50 hópa og koma hópstjórar úr elstu bekkjunum. Fyrst verður stuttur sameiginlegur fundur og svo verða umræður í hópunum um ýmis mál sem snerta nám, skipulag, félagslíf, o.fl. Allt verður skráð niður og svo verður unnið úr niðurstöðum þingsins. Það væri fínt ef krakkarnir fengju smá æfingu heima í að setja fram sínar hugmyndir um hvað er gott í náminu og hvað má bæta. Viljum gjarnan fá fram nýjar og ferskar hugmyndir.

Birt í flokknum Fréttir.